Hvernig eru lögin valin í Eurovision?

Nú um stundir eru flestar þjóðir að velja sína fulltrúa í aðalkeppnina í maí. Við Íslendingar höfum ákveðið að senda Heru Björk og gerðum það í útsláttarkeppni með þremur undankvöldum og einu aðalkvöldi. En svona er fyrirkomulagið ekki alls staðar. Hér verður farið aðeins yfir ólíkar aðferðir Evrópuþjóða að velja sér framlag:

Valið úr nokkrum lögum sama flytjanda
Sumar þjóðir hafa það fyrirkomulag að ákveðinn flytjandi er fenginn til að flytja nokkur lög sem dómnefnd velur úr eða þjóðin fær að kjósa um. Flytjandinn getur verið mjög velþekktur og sjóaður en hann getur einnig verið ungur og efnilegur. Þannig er því t.d. háttað í Ísrael í ár. Þar var flytjandinn Harel Skaat valinn úr hópi ungra söngvara og hann mun syngja fjögur lög sem valin hafa verið úr innsendum framlögum. Þetta lagaval fer fram 14. mars n.k.

Keppni nokkurra laga sem hafa komist áfram úr undanriðlum
Mjög margar þjóðir notast við sama eða svipað fyrirkomulag og Ísland; þ.e. nokkuð mörg lög keppast um að komast úr undanriðlum í aðalkeppni þar sem þjóðin/dómnefnd velur framlag til Eurovision. Þó eru ýmsar útfærslur á þessu fyrirkomulagi. Stundum velur dómnefnd á undankvöldunum, stundum á aðalkvöldinu og stundum til jafns við símakosningu. Lögin sem keppa til úrslita geta verið fá (4-6) en þau geta einnig verið nokkuð mörg, t.d. kepptu 14 lög til úrslita á lokakvöldi slóvensku undankeppninnar.

Wildcard
Ein útfærsla af undanriðlakeppninni er t.d. notuð í Svíþjóð í Melodifestivalen. Þar er fyrirkomulagið svipað og í Idol og X-factor þegar eitt eða fleiri lög eru valin til að vera „wildcard“. Það eru þá einhver af þeim lögum sem náðu ekki alla leið á aðalkvöldið. Dómnefnd tekur þá að sér að velja lag/lög sem áttu fullt erindi áfram en komust ekki. Svona er fyrirkomulagið einnig á undankvöldunum í Eurovision (1. og 2. Semi-Final), þá eru tvö lög valin af dómnefnd á aðalkvöldið úr hópi þeirra sem ekki komust í topp 10.

Tilkynnt um lag og flytjanda
Við könnumst aðeins við þetta fyrirkomulag, RÚV notaðist við það á tímabili og svona var t.d. All Out of Luck með Selmu valið í Eurovision. Þá er lagahöfundur fenginn til að semja lag og hann velur svo flytjanda í samráði við sjónvarpsstöðina. Í keppninni í ár má nefna að bosníska framlagið verður valið á svipaðan hátt. Þar hefur vinsæli bosníski tónlistarmaðurinn Goran Bregovic verið fenginn til að semja lag og nú þegar hefur verið tilkynnt um flytjanda og heiti lags en það verður ekki frumflutt fyrr en 14. mars.

Netkosning sem leiðir til undankeppni
Í ár fara Spánn og Portúgal þá lýðræðislegu leið að leyfa almenningi að velja lögin inn í undankeppnirnar heima fyrir. Á Spáni fengu um 6 milljón aðdáendur nokkrar vikur til að kjósa 10 lög inn á lokakvöldið. Kosning á lokakvöldinu skiptist svo milli dómnefndar og símakosningar. Þetta er mjög fyrirferðarmikil leið til að kjósa framlag en hefur valdið því að mun meiri áhugi er fyrir keppninni á Spáni sem er eitt af hinum „stóru fjórum“ og ekki alltaf sýnt mikinn metnað í lagavali.

Flytjendakeppni
Í Azerbaídjan er sá hátturinn hafður á í ár að nokkrir flytjendur keppast um að fá að fara til Osló í maí. Þar er fókusinn mun meira á flytjandann en lagið en hver og einn flytjandi hefur sitt lag að flytja. Reyndar segja sumir að Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafi alltaf verið fremur flytjendakeppni en söngvakeppni.

– Eyrún Ellý

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s