Lagakynning 2010: Pólland, Armenía, Slóvenía, Malta og Makedónía

Áfram höldum við með lagakynningar um leið og löndin hafa valið sinn fulltrúa. Nánari útlistun á hverju lagi og flytjanda verður svo þegar allar þjóðir hafa tilkynnt sitt framlag til keppninnar!

Pólland

Pólland hefur ekki riðið feitum hesti frá Eurovision. Í ár er það Marcin Mroziński sem flytur lagið The Legend/Legenda og kveður við tón sem verður án efa fyrirferðarmikill í ár; þjóðlegt taktfast lag. Lagið er flutt á ensku en viðlagið er á pólsku í þjóðlegum anda.

Armenía

Armenía sendir þokkadísina Evu Rivas sem syngur þjóðlagaskotið popplag á ensku. Lagið heitir Apríkósusteinn/Apricot Stone, í meira lagi frumlegur titill! Armensku flauturnar eru fyrirferðarmiklar og ljá því fallegan blæ.

Slóvenía

Miðevrópulöndin eiga það flest sameiginlegt að hafa sjaldan eða aldrei náð góðum árangri í keppninni, að undanskildu kannski Austurríki sem stóð sig vel á fyrri árum en hefur nú hætt keppni (í bili alla vega). Slóvenía er eitt þeirra og virðist bara stundum fatta hvað Eurovision snýst um. Hérna kemur enn eitt slíkt lag, Narodno Zabavni Rock í flutningi Ansambel Roka Žlindre in Kalamari; reynt er að blanda síðhærðum rokkara og rafmagnsgítar við þjóðlagasöng og harmonikkuleik. Hefur verið reynt áður og… ekki gengið!

Malta

Maltverjar senda Theu Garrett með lagið My Dream sem er svona síðkjóla-ballaða. Sjáum hvernig henni vegnar í keppninni í ár… hvet ykkur samt að horfa á myndbandið til enda, því að það gæti gefið til kynna hvernig atriðið verður á sviðinu í maí!

Makedónía

Makedónía veðjar í ár á Gjoko Taneski með lagið Jas Ja Imam Silata. Lagið er rokkað með smá rappkafla en ekkert sérstaklega eftirminnilegt.

-Eyrún Ellý

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s