Sumir koma aftur: Helena Paparizou

Það gerist stundum í Eurovision að sömu flytjendur koma aftur og jafnvel aftur!  Sumir koma aftur eftir að hafa fært landi sínu sigur áður en aðrir koma aftur í von um betri árangur en síðast.

Ein þeirra sem komið hefur tvisvar fram í Eurovision Helena Paparizou.  Helena koma fyrst fram í keppninni árið 2001, þá sem hluti dúetsins Antique. Lagið sem hún flutti heitir Die for you og lenti í 3 sæti. Helena var ekki nema 19 ára þegar þetta var. Árið 2005 2005 mætti Helena á ný í keppnina núna undir eigin nafni með lagið My number One. Eins og flestir júróvísjon aðdáendur muna sigraði hún keppnina.

Helena sem í raun heitir Elena var vart þekkjanlega sem sama stelpan sem söng með Antique nokkrum árum áður þegar hún kom sá og sigraði árið 2005. Hún hafði breyst úr pendni sætri stelpu í algjöra kynbombu sem hrissti allt í réttar áttir.

Helena er grísk en fædd og uppalin í Svíþjóð. Raunverulegt nafn hennar er Elena Paprizou en hún bætir H-i fyrir framan nafn sitt þegar hún kemur fram.  Helena steig sín fyrstu skref í söng sem annar hluti dúetsins Antique  og sungu þau mest gríska þjóðlagamúsík að júróvísjon laginu sínu undanskyldu.  Árið 2003 hóf Helena sólóferil og gaf út sína fyrstu plötu árið 2004. Í kjölfar sigursins í Eurovision varð hún afarvinsæl. Fyrsta sóló plata hennar fór í platíum sölum og þær þrjár plötur sem hún hefur gefið út síðan einnig.

Hér að neðan getið þið séð og jafnvel borðið saman framkomur Helenu í júróvísjon.

Antique – Die for you

Helena Paparizou – My number one

-Hildur

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Sumir koma aftur: Helena Paparizou

  1. Erla J skrifar:

    Vá ég elska svona fróðleiksmola en vá hvað fyrra atriðið er leðinlegt. Með einhæfustu hliðar saman hliðar sporum sem maður hefur séð í eurovision. Varla hægt að bera það saman við hitt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s