Lagakynning 2010: Albanía, Sviss, Kýpur og Holland

Fram á vorið verðum við með kynningar á lögunum sem keppa í maí:

Albanía

Albanir ætla að veðja á sólósöngkonu eins og undanfarin tvö ár, því að það hefur gefið góða raun: í fyrra komst Kejsi Tola upp úr forkeppninni og lenti í 17. sæti og þar áður Olta Boka sem vermdi sama sæti í lokakeppninni. Spurning hversu langt Juliana Pasha fer en hún syngur á albönsku. Lagið hennar Nuk Mundem Pa Ty varð hlutskarpast í forkeppninni heima í Albaníu. Vonandi verður hún þó ögn betur koreógrafíeruð í aðalkeppninni en í myndbandinu!

Sviss

Síðast þegar Sviss sendi gott lag (Cool Vibes með Vanilla Ninja) komst landið áfram í aðalkeppnina. En það var fyrir fimm árum síðan. Síðan þá hefur t.d. DJ Bobo skemmt fyrir Sviss!! Í ár senda þeir Michael Von Der Heide sem syngur á frönsku lagið Il Pleut de L’Or og aldrei að vita hvert þetta lag ber hann.

Kýpur

Kýpverjar senda í ár hinn unga Jon Lilygreen og hljómsveitina the Islanders með lagið Life Looks Better in Spring. Lagið er sungið á ensku og er ef til vill leiðin fyrir Kýpur að komast einu sinni upp úr undankeppninni…

Holland

Veit ekki alveg hvernig ég get sagt þetta á hlutlausan og yfirvegaðan hátt: Ég held að Holland sé alveg búið að missa það. Þeir hafa löngum hatast út í keppnina, núna síðast þegar „austurblokkin“ átti að hafa tekið yfir keppnina! Núna senda þeir Sienke með lagið Ik ben verliefd. Dæmi hver fyrir sig, er þetta ekki í sama klassa og De Toppers með Shine og ljósin í lófunum???

-Eyrún Ellý

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Lagakynning 2010: Albanía, Sviss, Kýpur og Holland

 1. Pálína skrifar:

  Alltaf jafn gaman að fylgjast með síðunni hjá ykkur!

  Mér dettur í hug, þegar ég sé lagið frá Kýpur, að einn skólafélagi minn sem er einmitt þaðan, hefur einhverntíman samið lag fyrir Eurovision. Ég verð að komast að því hvaða lag það er og hvort það hafi í alvörunni (eins og ég hef fengið fregnir um) verið í aðalkeppninni en ekki bara undankeppninni á Kýpur.

  Annars finnst mér nokkuð fyndið að í bekknum mínum í B.s. náminu í Köben var einmitt annar Eurovision þátttakandi, en hann lenti einhverntíman í öðru sæti í dönsku undankeppninni og svo árið 2005 í því þriðja.

  Því er greinilega algjört skilyrði að ef ég fer einhverntíman aftur í nám, að þar verði einhver með mér í bekk sem hefur tekið þátt í Eurovision 😉

  kv
  Pálína

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s