Melodifestivalen 2010

Hildur skrifar:

Melodifestivalen er undankeppni sænska sjónvarpsins fyrir Eurovision.  Svíjar eru þekktir fyrir að vera mikir júróvísjon aðdáendur og er samkvæmt því mikið lagt í undankeppnirnar.  Í ár fara fram þrjú undanúrslitakvöld. Á hverju undanúrslitakvöldi keppa átta lög, tvö fara áfram í úrslitin en tvö komast áfram á svokallaðann annan séns. Þau lög sem komast á séns frá samkvæmt því annað tækifæri til að komast í úrslit.

Nú eru búin tvö undanúrslitakvöld af þremur. Af þeim að dæma er ekki annað hægt að segja en mikil fjölbreyttni ríki í tónlistinni og flytjendum. Flytjendur hafa verið á öllum aldri frá tvítugum strákum upp í gmala karla!  Músíkin er líka annsi fjölbreytt, ballöður, júrópopp, rokkballöður, þjóðlög bæði sænsk og makedónísk, hipphopp.  Það sem vekur athygli er hvað umgjörðin er allveg frábær utanum keppnina og hvað sem svo virðist sem flytjendur séu ekki uppteknir af því að vera með atriði sem passar reglum Eurovision.

Þættirnir sjálfir eru líka skemmtilegir. Kynnarnir eru bæði hallærislegir og fyndnir, gera nett grín að samlöndum sínum og því sem vinsælt er í Svíþjóð án þess að vera bara fyndnir eða bara hallærislegir. Þetta er dásamleg blanda sem fær meira að segja mig til að hlægja.

Nú er eitt undanúrslitakvöld eftir og sénsinn. Við hér á Allt um júróvísjon höldum áfram að fylgjast með!

Nánar er hægt að kynna sér Melodifetivalen á www.svt.se/melodifestivalen

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s