Júróvísjon-fjör á Norðurlöndunum

Það var heldur betur júróvísjon-fjör á Norðurlöndunum um helgina þegar Ísland, Noregur og Danmörk völdu framlög sín til Júróvísjon þetta árið. Eins og frægt er orðið vann Hera Björk Þórhallsdóttir keppnina hér á Íslandi með lagi sínu og Örygls Smára Je Ne Sais Quoi. Allt um Júróvísjon mun að sjálfsögðu standa við bakið á þeim eins og öðrum framlögum Íslands hingað til!

Norðmenn eru gestgjafar keppninnar í ár eftir frækinn sigur Alexanders Rybaks í Moskvu í fyrra. Heljarinnar undankeppni var haldin í Noregi og fór hún um allt land.  Sigurvegarinn og því fulltrúi Norðmanna í keppninni í ár heitir Didrik Solli-Tangen með lagið My heart is yours.  Didrik er nokkuð ungur að árum og er í klassísku músíknámi en ekki kemur fram hvort það sé söngnám eða annarskonar músíknám. Ég myndi þó giska að hann væri í söngnámi af söng hans að dæma. Didrik er því hér á ferð sem það sem ég kýs að kalla óperupoppara og hefur ekki þótt skemmtilegir hingað til. Hins vegar nær þetta lag mér alveg. Eftir að ég hlustaði á það í fyrsta skipti var ég með það á heilanum í marga klukkutíma. Didrik kemst ágætlega frá söngnum og tekst að halda óperutöktum í lágmarki. Ég hlakka til að sjá við hverja Didrik mun keppa því eins og er finnst mér lagið þess legt að komast langt.

Danir völdu sitt framlag á laugardaginn í nokkuð stórri undankeppni. Það var dúóið Christina Chanée og Tomas N’evergreen sem sigraði með poppskotinni ballöðu In a moment like this og vind í hárinu. Lagið finnst mér ekki neitt neitt svo sem en gæti vaxið við frekar hlustun. Christina og Tomas hafa verið búsett í Rússlandi um nokkurt skeið og eru vinsælir tónlistarmenn í Austur-Evrópu. Það gæti hjálpað þeim mikið í keppninni enda Austur-Evrópubúar þekktir áhugamenn um keppnina.

Finnar völdu sitt  framlag fyrir rúmri viku síðan. Sigurvegarinn er dúóið Kuunkuiskaajat eða Tunglhvíslaranir. Lagið ber heitið Työlki ellää og er þjóðlagaskotið popplag sungið á finnsku við harmónikku og fiðluspil. Finnar hafa ekki verið sigursælir í Eurovision hingað og hafa einu sinni unnið keppnina þegar skrímslahljómsveitin Lordi kom, sá og sigraði árið 2006. Það er spurning hvort ljóshærðar konur með harmóníkku geri það í ár.

Nú er það eingöngu Svíar sem eiga eftir að velja sitt framlag af Norðurlöndunum fimm en þeir verða eins og áður með þeim síðustu til að velja framlag sitt til keppninnar.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Júróvísjon-fjör á Norðurlöndunum

  1. Erla J skrifar:

    Finnar tvímælalaust með vandræðalegasta atriðið og Danir með frekar litlaust lag eins og svo oft áður.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s