Dregið í riðla í Osló

Í dag, sunnudag, var dregið í undanriðlana í Eurovision-keppninni í ár.
Samkvæmt reglunum og úrslitum undanfarinna ára var löndunum 34 sem keppa í undankeppnunum tveimur skipt í svokallaða „potta“ en í þá skiptist eftir kosningamynstrum í síðustu keppnum. Með því að dreifa þessum „pottum“ yfir undanriðlana er reynt að koma í veg fyrir nágranna- og kosningabandalagamyndun og keppnin gerð meira spennandi.

Ekki er þó búið að draga um hvenær á þessum kvöldum hvert og eitt land keppir. Það verður gert um leið og allir keppendur hafa sent inn lag, 22. mars nk.

Fyrra undankvöldið, 25. maí, verður eftirfarandi:

 • Serbía (fyrri helmingur)
 • Finnland (fyrri helmingur)
 • Rússland (fyrri helmingur)
 • Slóvakía (fyrri helmingur)
 • Bosnía & Herzegóvína (fyrri helmingur)
 • Moldóva (fyrri helmingur)
 • Lettland (fyrri helmingur)
 • Eistland (fyrri helmingur)
 • Portúgal (seinni helmingur)
 • Makedónía (seinni helmingur)
 • Hvíta-Rússland (seinni helmingur)
 • Belgía (seinni helmingur)
 • Pólland (seinni helmingur)
 • Albanía (seinni helmingur)
 • Malta (seinni helmingur)
 • Ísland (seinni helmingur)
 • Grikkland (seinni helmingur)

Við getum glaðst yfir að vera í seinni helmingnum á þessu fyrra undankvöldi. Líkurnar eru þar með ágætar skv. tölfræðinni að komast áfram í aðalkeppnina.

Hitt undanúrslitakvöldið, 27. maí, lítur þá svona út:

 • Sviss (fyrri helmingur)
 • Litháen (fyrri helmingur)
 • Ísrael (fyrri helmingur)
 • Armenía (fyrri helmingur)
 • Danmörk (fyrri helmingur)
 • Azerbaídjan (fyrri helmingur)
 • Svíþjóð (fyrri helmingur)
 • Úkraína (fyrri helmingur)
 • Holland (seinni helmingur)
 • Búlgaría (seinni helmingur)
 • Króatía (seinni helmingur)
 • Kýpur (seinni helmingur)
 • Rúmenía (seinni helmingur)
 • Georgía (seinni helmingur)
 • Tyrkland (seinni helmingur)
 • Írland (seinni helmingur)
 • Slóvenía (seinni helmingur)

Til upplýsingar má líta á þessa fimm „potta“ eða kosningabandalög sem reynt er að dreifa um undanriðlana:

Pottur 1: Albanía, Bosnía & Herzegóvína, Króatía, Makedónía, Serbía, Slóvenía, Sviss
Pottur 2: Danmörk, Eistland, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen, Svíþjóð
Pottur 3: Azerbaídjan, Hvíta-Rússland, Georgía, Ísrael, Moldóva, Rússland, Úkraína
Pottur 4: Armenía, Belgía, Kýpur, Grikkland, Malta, Holland, Tyrkland
Pottur 5: Búlgaría, Írland, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía

Einnig var dregið um hvenær hin fjögur stóru og Noregur sem vann í fyrra fái að kjósa í undanriðlunum:

 • Noregur (Síðari undanriðill)
 • Þýskaland (Fyrri undanriðilll)
 • Bretland (Síðari undanriðill)
 • Spánn (Fyrri undanriðill)
 • Frakkland (Síðari undanriðill)

Ein athugasemd við “Dregið í riðla í Osló

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s