Að lokinni undankeppni hér heima

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að íslenska undankeppnin var haldin í gærkvöld í Sjónvarpinu. Hún var ágætis skemmtun með flutningi laganna, aulafyndni kynnanna og fáeinum skemmtiatriðum. Á heildina litið var þó söngnum nokkuð ábótavant. Fæstir keppenda sungu af öryggi og var það sérstaklega áberandi í flutningi Jógvans. Sjálf Hera var ekki upp á sitt besta. Þau kepptu engu að síður um hnossið og kom það í hlut Heru. Eftir úrslitin flutti hún sigurlagið aftur – og þá af sínu alkunna öryggi!

Skemmtiatriðin voru kapítuli út af fyrir sig. „Innkoma“ Alexanders Rybaks bar öll merki niðurskurðar. Jóhanna Guðrún kom og söng ABBA-lagið The Winner Takes It All. Það var gert fyrir alla evrópsku aðdáendurna sem streymdu keppnina í gegnum www.eurovision.tv – eitthvað þurftu þeir að fá fyrir sinn snúð! Sá eini sem tók einhverja sénsa var Haffi Haff sem kom upp úr líkkistu í sundbol… ! Hann er sannarlega Eurovision-stjarna „in the making“!

Nú hafa einhver lönd þegar valið sinn fulltrúa og verður fjallað ítarlega um þá sem komnir eru hér á síðunni.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Að lokinni undankeppni hér heima

  1. Hilla skrifar:

    Haffi Haff var mesta snilldin í þessari dagskrá! Getum veið ekki bara sent hann í líkkistunni og sundbolnum?

    Reyndar fannst mér byrjun kvöldsins ein sú allra best þar sem Regína Ósk, Friðrik Ómar, Selma og Palli sungu syrpu af Eurovisionlögum. Var líka ábyggilega fín skemmtun fyrir alla aðdáendur Eurovision sem strímuðu keppnina á http://www.eurovision.tv!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s