Söngvakeppni Sjónvarpsins 2010. Spá HTF

Hildur skrifar:

Nú þegar úrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins nálgast óðfluga er ekki úr vegi að spá aðeins fyrir um úrslitin. Eyrún gerði það fyrr í dag og í þeirri færslu er að finna umfjöllun um röð laganna í keppninni á morgun og linkar á þau svo hægt er að hlusta. Ég ætla því eingöngu að spá fyrir um úrslitin í keppninn á morgun. Spá mín að þessu sinni er sú að það verðir mjótt á munum í atkvæðagreiðslunni en í efstu þremur sætunum verði:

3. Jógvan Hanse og lagið One more day

2. Hvanndalsbræður og lagið Gleði og glens

1. Hera Björk og lagið Ja Ne Sais Quoi

Að mínum mati hefur keppnin ekki verið sérlega sterk í ár. Alls ekki hafa verið mörg spennandi lög í keppninni og allt of mikið af ballöðum. Ég tel í þessu ljós að lag Heru Bjarkar sé lang stigurstranglegast einkum í ljósi þess að það er eina lagið sem komið er áfram sem eurovisionlag. Það er samið algjörlega eftir formúlunni fyrir Eurovision og jafnvel aðeins of fullkomið að því leiti. Hvanndalsbræður kom með ferskleika inn í þessa keppni með skemmtilegu og hressandi lagi sem maður fer ósjálfrátt að dilla sér  við. Hvanndalsbræður eiga líka ótal marga aðdáendur sem munu án efa kjósa þá. Í ljósi þess að Bubbi Morthens er annar höfundur lags Jógvans tel ég að það fái atkvæði út á það auk allra þeirra aðdáenda sem Jógvan á hér á landi sem munu kjósa hann. Ég tel þó lagið alls ekki nægilega strekt til að fara í Eurovision og ef Jógvan lætur sjá sig aftur í sama útgangi og í undankeppnninni tel ég ekki að hann eigi greiða leið að mörgum atkvæðum.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Söngvakeppni Sjónvarpsins 2010. Spá HTF

  1. Stella Eurovisiongella skrifar:

    Það er búið að draga!! 😮

    Ísland verður í seinni helmingi fyrra semi-finalsins 25. maí næstkomandi 😉

    Og það eru akkúrat tvö norðurlönd í sitthvorum semi-finalnum, Ísland og Finnland eru 25. maí, Danmörk og Svíþjóð 27. maí…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s