Söngvakeppni Sjónvarpsins 2010: Spá EEV

Nú fer að líða að stóru stundinni fyrir okkur Íslendinga; framlagið verður valið annað kvöld kl. 20.10.

Röðin á lögunum er þessi: (og hægt að smella á heitið til að hlusta)

____________________________________________________

1. The One í flutningi Írisar Hólm, höfundur Birgir Jóhann Birgisson. Kosningasími: 900-9001

2. Out Of Sight í flutningi Matta Matt, höfundur Matthías Stefánsson. Kosningasími: 900-9002.

3. Gleði og glens í flutningi Hvanndalsbræðra, höfundur Rögnvaldur Rögnvaldsson. Kosningasími: 900-9003.

4. One More Day í flutningi Jógvans Hansens, höfundar Óskar Páll Sveinsson og Bubbi Morthens. Kosningasími: 900-9004.

5. Waterslide í flutningi Sjonna Brink, höfundur er hann sjálfur. Kosningasími: 900-9005.

6. Je Ne Sais Quoi í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, höfundar Örlygur Smári og Hera Björk sjálf. Kosningasími: 900-9006.

_______________________________________________

Ég ætla að reyna að spá fyrir um þrjú efstu sætin sem verður tilkynnt um á morgun.

Í fyrsta lagi, og út frá Eurovision-pælingum, skiptir heilmiklu máli í hvaða röð lögin eru spiluð (þess vegna er alltaf dregið í riðla og innan riðla í aðalkeppninni). Sjónvarpið hefur valið að fara þá leið að lögin eru spiluð eftir því á hvaða undanúrslitakvöldi þau voru valin; fyrstu tvö voru á fyrsta kvöldinu, næstu tvö á því næsta o.s.frv.

Þetta veldur því að fyrirfram sigurstranglegasta lagið er síðasta lag sem flutt er (og það á að vera best skv. Júró-spekúlöntum). Það á einnig að vera gott að vera næstsíðastur sem verður örugglega gott fyrir Sjonna.
Lögin sem eru fyrst eru hins vegar ekki eins heppin og ég verð MJÖG hissa ef Out of Sight kemst á blað því að 2. flutningur á sviði er eiginlega dæmdur til að gleymast.

Að öllu þessu sögðu held ég að lögin raðist svo:

3. Sjonni Brink – Waterslide

2. Jógvan – One More Day

1. Hera – Je ne sais quai

Ég er farin að hallast að því að lagið hennar Heru sé kannski helst til of mikil formúla til að gera góða hluti úti en ég er nokkuð viss um að hún vinnur undankeppnin, því að hún er svo sterkur flytjandi. Vonandi verður lagið e-ð meðhöndlað áður en það fer til Noregs. Það má ekki vanmeta Jógvan því að sjarminn kemur honum langt og lagið batnar við hverja hlustun. Sjonni á eftir að höfða til allra fjölskyldnanna sem horfa á Júróvision og þá sameinast öll fjölskyldan í að kjósa; krakkarnir af því að þetta er svona létt og skemmtilegt, foreldrarnir og afi og amma af því að það er e-r pínu danskur „ligeglad“-hressleiki í laginu og þeir eru svo pottþéttir gaurarnir á sviðinu.

Hins vegar gætu Íris Hólm og Hvanndalsbræður líka komist nær 1. sætinu en ég held að það taki það enginn af Heru, ekki héðan af 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s