Enn um „stolin“ lög í undankeppninni í ár!

Eyrún Ellý skrifar:

Ég var ekki fyrr búin að birta færsluna um Heru og Kate Ryan en sögur fóru á kreik um líkindi lags Óskars Páls Sveinssonar og Bubba Morthens, One More Time, sem Jógvan syngur, við gamalt lag með Vilhjálmi Vilhjálmssyni.
Hér gefur að líta samsett myndband af þúrörinu (e. youtube) sem einhver hefur haft mikið fyrir að klippa saman:

(og hér er fréttin um þessi meintu líkindi)

Svo til að skilja ekki fleiri keppendur út undan hefur Pressan slegið upp frétt um að lagið hans Sjonna Brink, Waterslide, sé óvenjulíkt Wham-slagaranum Wake Me Up Before You Go-Go.
Hér er samskonar klippibútur af youtube:

Allt er nú til!

Þetta þýðir náttúrulega bara að harka er að færast í þessa blessuðu keppni og vonandi fylgjast sem flestir með um helgina. 🙂

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Enn um „stolin“ lög í undankeppninni í ár!

  1. Erla J skrifar:

    jahá, þessi lög eru náttúrlega greinilega stolin! Ég meina það sko, hahaha.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s