Miðar á keppnina í maí

Eyrún Ellý skrifar:

Nú hefur verið gefið út að miðasalan á Eurovision í Osló 2010 hefjist 8. febrúar kl. 09 CET, þ.e.a.s. eftir viku!
Þá verður hægt að kaupa um 90.000 miða í gegnum Billettservice, bæði á netinu og í gegnum síma. Að sögn NRK og EBU er þetta eini leyfilegi söluaðilinn fyrir miða á keppnirnar.

Allar keppnirnar eru í Telenor Arena-höllinni í Bærum í Osló í um 15 mínútna fjarlægð frá miðbænum.

Verð fyrir miða fer eftir ýmsu. Seldir eru miðar á hvora forkeppni fyrir sig, þriðjudaginn 25. maí og fimmtudaginn 27. maí, á aðra og þriðju lokaæfingu (Dress Rehersal) fyrir lokakeppnina sem verða 28. og 29. maí og á lokakeppnina þann 29. maí.

Verðflokkarnir eru skv. eurovision.tv:

 • First Semi-Final (live!) – 25 May, 21:00 (doors open at 18:30 and close at 20:15)
  Ticket prices: 600 (A), 450 (B), 300 (C) NOK
 • Second Semi-Final (live!) – 27 May, 21:00 (doors open at 18:30 and close at 20:15)
  Ticket prices: 600 (A), 450 (B), 300 (C) NOK
 • Final (second Dress Rehearsal) – 28 May, 21:00 (doors open at 18:30 and close at 20:15)
  Ticket prices: 600 (A), 450 (B), 300 (C) NOK
 • Final (third Dress Rehearsal) – 29 May, 13:00 (doors open at 10:30 and close at 12:15)
  Ticket prices: 600 (A), 450 (B), 300 (C) NOK
 • Final (live!) – 29 May, 21:00 (doors open at 18:15 and close at 20:15)
  Ticket prices: 1600 (A), 1200 (B), 800 (C) NOK

(Bókunargjald 25-45 NOK verður lagt á hverja bókun)

Verðbilið er því frá ca. 6500 kr fyrir ódýrustu sætin á undankeppnunum og lokaæfingum upp í dýrustu sætin á lokakeppninni sem er ca. 35.000 kr. Ég minni á að þetta er mun lægra verð en var á Moskvu fyrir ári þegar verð fyrir miða á undankeppni var um og yfir 65.000 kr.!!
Hver keppni/æfing er um 2,5 til 4 klst með 45 mínútna upphitunarprógrammi og því fær maður sannarlega næga skemmtun fyrir peningana.
Og svo er bara að fjárfesta í miðunum ætli maður að skella sér út! 🙂
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s