Sumir koma aftur: Dima Bilan

Annar listamaðurinn sem fjallað verður um hér í þættinum Sumir koma aftur er enginn annar en Dima Bilan frá Rússlandi. Dima hefur tvisvar sinnum tekið þátt í Eurovision. Fyrra skiptið  var árið 2006 og flutti hann þá lagið Never let you go og varð í öðru sæti. Seinna skiptið sem Dima keppti var árið 2008 og kom hann þá, sá og sigraði með laginu Believe en þar var öllu tjaldað til.

Dima Bilan heitir raunar Viktor Nikolaevich Belan en notast við nafnið Dima Bilan þegar hann kemur fram. Dima er jólabarn ef miðað er við okkar íslensku jól því hann er fæddur 24. desember árið 1981.  Dima ólst upp í Suðvestur-Rússlandi en flutti til Moskvu til að nema klassískan söng við Gnesins Musical College. Það var árið 2002 að Dima steig sín fyrstu spor í poppinu en þá tók hann þátt í einhverskonar söngkeppni sem ýmist er sögð vera rússnensk latínsk eða þekkt keppni í Austur-Evrópur sem kallast Jurmala. Í kjölfarið af þessari byrjaði ferill hans að rúlla og hann gaf út sína fyrstu plötu árið 2003.

Dima vildi snemma taka þátt í Eurovision og reyndi fyrir sér í undankeppninni í Rússlandi árið 2005 en lenti þá í öðru sæti. Árið 2006 tók hann aftur þátt í undankeppninni heima fyrir og náði 2. sætinu í Eurovision í Grikklandi með laginu Never let you go. Framistaða hans þar þótti góð en atriðið var umdeilt, þó sérstaklega dauða ballerínan í píanóinu. Rússar höfðu á þessum tíma nokkrum sinnum lent í öðru sæti í Eurovision og voru nú staðráðnir í að vinna. Árið 2008 sendu þeir því Dima aftur í Eurovision. Nú var ekkert til sparað. Timberland var fenginn til að útsetja lagið og heimsfrægur skautadansari fenginn til að skauta á sviðinu meðan Dima söng af krafti í fráhnepptri skyrtu.  Allt þetta small og Dima sigraði eftirminnilega árið 2008.

Dima er alveg gríðarlega vinsæll í heimalandi sínu og í öllum fyrrverandi Sovétríkjunum og í kjölfar Eurovision hefur frægð hans náð víðar í Evrópu. Það má þó ekki gleyma því að þrátt fyrir að Dima hafi verið nánast óþekktur í Vestur-Evrópu er menningarheimurinn í Rússlandi jafn stór ef ekki stærri en Vestur-Evrópu- og Ameríkumarkaður.

Hér má sjá framistöðu Dima bæði árin 2006 og 2008. Dæmi nú hver fyrir sig hvort er betra lag og betri frammistaða!

Never let you go – 2006

Believe – 2008

Uppáhalds: Mama Corsica

Frakkland í Eurovision… það krefst heillar færslu! En árið 1993 flutti Patrick Fiori lagið Mama Corsica og gerði það með stakri prýði og hafnaði í fjórða sæti. Það gerir það að einu af uppáhaldslögum Eyrúnar.

Hvernig eru lögin valin í Eurovision?

Nú um stundir eru flestar þjóðir að velja sína fulltrúa í aðalkeppnina í maí. Við Íslendingar höfum ákveðið að senda Heru Björk og gerðum það í útsláttarkeppni með þremur undankvöldum og einu aðalkvöldi. En svona er fyrirkomulagið ekki alls staðar. Hér verður farið aðeins yfir ólíkar aðferðir Evrópuþjóða að velja sér framlag:

Valið úr nokkrum lögum sama flytjanda
Sumar þjóðir hafa það fyrirkomulag að ákveðinn flytjandi er fenginn til að flytja nokkur lög sem dómnefnd velur úr eða þjóðin fær að kjósa um. Flytjandinn getur verið mjög velþekktur og sjóaður en hann getur einnig verið ungur og efnilegur. Þannig er því t.d. háttað í Ísrael í ár. Þar var flytjandinn Harel Skaat valinn úr hópi ungra söngvara og hann mun syngja fjögur lög sem valin hafa verið úr innsendum framlögum. Þetta lagaval fer fram 14. mars n.k.

Keppni nokkurra laga sem hafa komist áfram úr undanriðlum
Mjög margar þjóðir notast við sama eða svipað fyrirkomulag og Ísland; þ.e. nokkuð mörg lög keppast um að komast úr undanriðlum í aðalkeppni þar sem þjóðin/dómnefnd velur framlag til Eurovision. Þó eru ýmsar útfærslur á þessu fyrirkomulagi. Stundum velur dómnefnd á undankvöldunum, stundum á aðalkvöldinu og stundum til jafns við símakosningu. Lögin sem keppa til úrslita geta verið fá (4-6) en þau geta einnig verið nokkuð mörg, t.d. kepptu 14 lög til úrslita á lokakvöldi slóvensku undankeppninnar.

Wildcard
Ein útfærsla af undanriðlakeppninni er t.d. notuð í Svíþjóð í Melodifestivalen. Þar er fyrirkomulagið svipað og í Idol og X-factor þegar eitt eða fleiri lög eru valin til að vera „wildcard“. Það eru þá einhver af þeim lögum sem náðu ekki alla leið á aðalkvöldið. Dómnefnd tekur þá að sér að velja lag/lög sem áttu fullt erindi áfram en komust ekki. Svona er fyrirkomulagið einnig á undankvöldunum í Eurovision (1. og 2. Semi-Final), þá eru tvö lög valin af dómnefnd á aðalkvöldið úr hópi þeirra sem ekki komust í topp 10.

Tilkynnt um lag og flytjanda
Við könnumst aðeins við þetta fyrirkomulag, RÚV notaðist við það á tímabili og svona var t.d. All Out of Luck með Selmu valið í Eurovision. Þá er lagahöfundur fenginn til að semja lag og hann velur svo flytjanda í samráði við sjónvarpsstöðina. Í keppninni í ár má nefna að bosníska framlagið verður valið á svipaðan hátt. Þar hefur vinsæli bosníski tónlistarmaðurinn Goran Bregovic verið fenginn til að semja lag og nú þegar hefur verið tilkynnt um flytjanda og heiti lags en það verður ekki frumflutt fyrr en 14. mars.

Netkosning sem leiðir til undankeppni
Í ár fara Spánn og Portúgal þá lýðræðislegu leið að leyfa almenningi að velja lögin inn í undankeppnirnar heima fyrir. Á Spáni fengu um 6 milljón aðdáendur nokkrar vikur til að kjósa 10 lög inn á lokakvöldið. Kosning á lokakvöldinu skiptist svo milli dómnefndar og símakosningar. Þetta er mjög fyrirferðarmikil leið til að kjósa framlag en hefur valdið því að mun meiri áhugi er fyrir keppninni á Spáni sem er eitt af hinum „stóru fjórum“ og ekki alltaf sýnt mikinn metnað í lagavali.

Flytjendakeppni
Í Azerbaídjan er sá hátturinn hafður á í ár að nokkrir flytjendur keppast um að fá að fara til Osló í maí. Þar er fókusinn mun meira á flytjandann en lagið en hver og einn flytjandi hefur sitt lag að flytja. Reyndar segja sumir að Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafi alltaf verið fremur flytjendakeppni en söngvakeppni.

– Eyrún Ellý

Lagakynning 2010: Pólland, Armenía, Slóvenía, Malta og Makedónía

Áfram höldum við með lagakynningar um leið og löndin hafa valið sinn fulltrúa. Nánari útlistun á hverju lagi og flytjanda verður svo þegar allar þjóðir hafa tilkynnt sitt framlag til keppninnar!

Pólland

Pólland hefur ekki riðið feitum hesti frá Eurovision. Í ár er það Marcin Mroziński sem flytur lagið The Legend/Legenda og kveður við tón sem verður án efa fyrirferðarmikill í ár; þjóðlegt taktfast lag. Lagið er flutt á ensku en viðlagið er á pólsku í þjóðlegum anda.

Armenía

Armenía sendir þokkadísina Evu Rivas sem syngur þjóðlagaskotið popplag á ensku. Lagið heitir Apríkósusteinn/Apricot Stone, í meira lagi frumlegur titill! Armensku flauturnar eru fyrirferðarmiklar og ljá því fallegan blæ.

Slóvenía

Miðevrópulöndin eiga það flest sameiginlegt að hafa sjaldan eða aldrei náð góðum árangri í keppninni, að undanskildu kannski Austurríki sem stóð sig vel á fyrri árum en hefur nú hætt keppni (í bili alla vega). Slóvenía er eitt þeirra og virðist bara stundum fatta hvað Eurovision snýst um. Hérna kemur enn eitt slíkt lag, Narodno Zabavni Rock í flutningi Ansambel Roka Žlindre in Kalamari; reynt er að blanda síðhærðum rokkara og rafmagnsgítar við þjóðlagasöng og harmonikkuleik. Hefur verið reynt áður og… ekki gengið!

Malta

Maltverjar senda Theu Garrett með lagið My Dream sem er svona síðkjóla-ballaða. Sjáum hvernig henni vegnar í keppninni í ár… hvet ykkur samt að horfa á myndbandið til enda, því að það gæti gefið til kynna hvernig atriðið verður á sviðinu í maí!

Makedónía

Makedónía veðjar í ár á Gjoko Taneski með lagið Jas Ja Imam Silata. Lagið er rokkað með smá rappkafla en ekkert sérstaklega eftirminnilegt.

-Eyrún Ellý

Sumir koma aftur: Helena Paparizou

Það gerist stundum í Eurovision að sömu flytjendur koma aftur og jafnvel aftur!  Sumir koma aftur eftir að hafa fært landi sínu sigur áður en aðrir koma aftur í von um betri árangur en síðast.

Ein þeirra sem komið hefur tvisvar fram í Eurovision Helena Paparizou.  Helena koma fyrst fram í keppninni árið 2001, þá sem hluti dúetsins Antique. Lagið sem hún flutti heitir Die for you og lenti í 3 sæti. Helena var ekki nema 19 ára þegar þetta var. Árið 2005 2005 mætti Helena á ný í keppnina núna undir eigin nafni með lagið My number One. Eins og flestir júróvísjon aðdáendur muna sigraði hún keppnina.

Helena sem í raun heitir Elena var vart þekkjanlega sem sama stelpan sem söng með Antique nokkrum árum áður þegar hún kom sá og sigraði árið 2005. Hún hafði breyst úr pendni sætri stelpu í algjöra kynbombu sem hrissti allt í réttar áttir.

Helena er grísk en fædd og uppalin í Svíþjóð. Raunverulegt nafn hennar er Elena Paprizou en hún bætir H-i fyrir framan nafn sitt þegar hún kemur fram.  Helena steig sín fyrstu skref í söng sem annar hluti dúetsins Antique  og sungu þau mest gríska þjóðlagamúsík að júróvísjon laginu sínu undanskyldu.  Árið 2003 hóf Helena sólóferil og gaf út sína fyrstu plötu árið 2004. Í kjölfar sigursins í Eurovision varð hún afarvinsæl. Fyrsta sóló plata hennar fór í platíum sölum og þær þrjár plötur sem hún hefur gefið út síðan einnig.

Hér að neðan getið þið séð og jafnvel borðið saman framkomur Helenu í júróvísjon.

Antique – Die for you

Helena Paparizou – My number one

-Hildur

Uppáhalds: Tajci – Hajde Da Ludujemo

Hildur skrifar:

Júgóslavía átti sér langa sögu í Eurovision. Þjóðin tók fyrst þátt árið 1961 en í síðasta skipti árið 1992. Allir ættu nú að vita að Júgóslavía er ekki til lengur en þær þjóðir sem áður voru Júgóslavía taka flestar þátt í Eurovision og hafa náð langt.

Þetta lag keppti fyrir hönd Júgóslavíu árið 1990. Þetta er svo ofsalega hresst og skemmtilegt lag og hún Tajci er með svo hrikalega skemmtilega sviðsframkomu! Algjörlega eitt af allra skemmtilegust Eurovisionlögum allra tíma að mín mati!

Uppáhalds: Cool Vibes

Vanilla Ninja ætti að vera Euro-nördum að góðu kunn en hljómsveitin er skipuð eistneskum stúlkum. Þær eru gríðarlega vinsælar í heimalandinu og kepptu í undankeppninni heima fyrir 2003 og 2007. Einnig eiga þær vinsældum að fagna í Evrópu, einkum í Mið-Evrópu, Þýskalandi og Austurríki. Þær kepptu fyrir hönd Sviss í keppninni 2005 og lentu þá í áttunda sæti. Stúlkurnar eru algerar stjörnur í heimalandinu og hefur sælgæti og rjómaís verið nefndur eftir þeim!

Lagakynning 2010: Albanía, Sviss, Kýpur og Holland

Fram á vorið verðum við með kynningar á lögunum sem keppa í maí:

Albanía

Albanir ætla að veðja á sólósöngkonu eins og undanfarin tvö ár, því að það hefur gefið góða raun: í fyrra komst Kejsi Tola upp úr forkeppninni og lenti í 17. sæti og þar áður Olta Boka sem vermdi sama sæti í lokakeppninni. Spurning hversu langt Juliana Pasha fer en hún syngur á albönsku. Lagið hennar Nuk Mundem Pa Ty varð hlutskarpast í forkeppninni heima í Albaníu. Vonandi verður hún þó ögn betur koreógrafíeruð í aðalkeppninni en í myndbandinu!

Sviss

Síðast þegar Sviss sendi gott lag (Cool Vibes með Vanilla Ninja) komst landið áfram í aðalkeppnina. En það var fyrir fimm árum síðan. Síðan þá hefur t.d. DJ Bobo skemmt fyrir Sviss!! Í ár senda þeir Michael Von Der Heide sem syngur á frönsku lagið Il Pleut de L’Or og aldrei að vita hvert þetta lag ber hann.

Kýpur

Kýpverjar senda í ár hinn unga Jon Lilygreen og hljómsveitina the Islanders með lagið Life Looks Better in Spring. Lagið er sungið á ensku og er ef til vill leiðin fyrir Kýpur að komast einu sinni upp úr undankeppninni…

Holland

Veit ekki alveg hvernig ég get sagt þetta á hlutlausan og yfirvegaðan hátt: Ég held að Holland sé alveg búið að missa það. Þeir hafa löngum hatast út í keppnina, núna síðast þegar „austurblokkin“ átti að hafa tekið yfir keppnina! Núna senda þeir Sienke með lagið Ik ben verliefd. Dæmi hver fyrir sig, er þetta ekki í sama klassa og De Toppers með Shine og ljósin í lófunum???

-Eyrún Ellý

Melodifestivalen 2010

Hildur skrifar:

Melodifestivalen er undankeppni sænska sjónvarpsins fyrir Eurovision.  Svíjar eru þekktir fyrir að vera mikir júróvísjon aðdáendur og er samkvæmt því mikið lagt í undankeppnirnar.  Í ár fara fram þrjú undanúrslitakvöld. Á hverju undanúrslitakvöldi keppa átta lög, tvö fara áfram í úrslitin en tvö komast áfram á svokallaðann annan séns. Þau lög sem komast á séns frá samkvæmt því annað tækifæri til að komast í úrslit.

Nú eru búin tvö undanúrslitakvöld af þremur. Af þeim að dæma er ekki annað hægt að segja en mikil fjölbreyttni ríki í tónlistinni og flytjendum. Flytjendur hafa verið á öllum aldri frá tvítugum strákum upp í gmala karla!  Músíkin er líka annsi fjölbreytt, ballöður, júrópopp, rokkballöður, þjóðlög bæði sænsk og makedónísk, hipphopp.  Það sem vekur athygli er hvað umgjörðin er allveg frábær utanum keppnina og hvað sem svo virðist sem flytjendur séu ekki uppteknir af því að vera með atriði sem passar reglum Eurovision.

Þættirnir sjálfir eru líka skemmtilegir. Kynnarnir eru bæði hallærislegir og fyndnir, gera nett grín að samlöndum sínum og því sem vinsælt er í Svíþjóð án þess að vera bara fyndnir eða bara hallærislegir. Þetta er dásamleg blanda sem fær meira að segja mig til að hlægja.

Nú er eitt undanúrslitakvöld eftir og sénsinn. Við hér á Allt um júróvísjon höldum áfram að fylgjast með!

Nánar er hægt að kynna sér Melodifetivalen á www.svt.se/melodifestivalen