Hvað er líkt?

Um helgina kom upp sá kvittur að líkindi væru með laginu Je ne sais quoi sem Hera Björk flytur í lokakeppninni á laugardag og lagi með belgísku söngkonunni Kate Ryan, sem ber heitið Who do you love? Bæði eru lögin klassísk europop-lög.

Þrátt fyrir að hún sé ekki vinsæl hér á landi er Kate Ryan stórstjarna á meginlandinu (og á meginlandsdiskótekunum, ekki síst) og glöggir muna eftir henni í Eurovision-keppninni frá árinu 2006. Þar sló hún í gegn meðal aðdáenda með danssmellinum Je t’adore:

Hins vegar komst hún ekki upp úr undanúrslitunum og ríkti almenn óánægja með það, og varð umræðan hávær í kjölfarið um hina svokölluðu „austurblokk“. Rétt er að geta þess að Kate lenti í 12. sæti en 10. efstu lög kvöldsins komust í aðalkeppnina. Silvía okkar Nótt var svo númer 13 🙂

Það er því síst hægt að segja að Kate sé óþekkt söngkona því að hún hefur farið mikinn undanfarin ár og gefið út nokkrar plötur með danssmellum, nú síðast í maí 2008. Á þeirri plötu er einmitt meint „stolið“ lag, Who do you love?:

Gagnrýnisraddir Heru segja viðlagið nákvæmlega eins og Je ne sais quoi en lögin hafa þó hvort um sig sín sérkenni. Ég held því ekki að hægt sé að segja að lagið hennar Heru sé „stolið“ þó að vissulega séu líkindin fyrir hendi. Persónulega finnst mér svona skotgrafahernaður í síðustu vikunni fyrir úrslitin ómaklegur og ef eitthvað styrkja málstað Heru – og veikja stöðu þeirra sem bera róginn á borð. Nema þetta sé „publicity stunt“ 🙂

Hér er lagið hennar Heru:

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s