Litið yfir þriðja undanúrslitakvöldið

Það er ekki úr vegi að líta aðeins yfir þriðja undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fram fór í gærkvöldið en var jafnfram síðasta undanúrslitakvöldið.

Hildur skirfar:

Þúsund stjörnur í flutningi Arnars Jónssonar eftir Jóhannes Kára Kristjánsson
Ég varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum með þetta lag á sviðinu. Mikið var í þetta lagt en mér fannst Arnar vera aðeins að strögla við flutninginn. Það kom því ekki mikið á óvart að Jóhannes og Arnar hafi ekki komist áfram að þessu sinni.

Waterslide í flutningi Sjonna Brink eftir hann sjálfan.
Ég hafði mínar efasemdir um þetta lag í yfirferð minni fyrir þetta þriðja undanúrslitakvöld í keppninni. Eftir að hafa horft á það á sviðinu snérist mér algjörlega hugur. Ég sagði í yfirferði minni að ég hefði vilja sjá Sjonna gera eitthvað sem hentar honum betur en ég hafði algjörlega rangt fyrir mér því þarna á sviðinu í hvítri skyrtu og gallabuxum birtist Sjonni nákvæmlega eins og ég þekki hann, honum leið greinilega vel og hafði gaman af flutningum sem var einn sá allra skemmtilegast þetta kvöldið. Þetta var óvenju krúttlegt og skemmtilegt og skein í gegn gleði fremur en nokkuð annað.

Ja Ne Sais Quoi í flutningi Heru Bjarkar eftir hana sjálfa og Örlyg Smára.
Í fullri hreinskilni þá varð ég fyrir vonbrigðum með flutninginn á þessu lagi. Eins flott og það er í útvarpsflutningi þá vantaði eitthvað  við flutninginn á sviðinu. Hera var ekki með sinn allra besta flutning og lagið einhvern vegin ekki jafn kraftmikið og það er í útvarpsflutningi. Það kom þó ekkert á óvart að lagið skuli hafa komist áfram og ég er enn á því að þau vinni þessa keppni og fari til Noregs fyrir Íslands hönd í maí. Og ég verð að segja hvað mér fannst kjólar bakraddanna ótrúlega ótrúlega flottir!

Every word í flutningi Steinarr Loga Nesheim eftir hann sjálfann.
Þetta lag kom mér nokkuð á óvart í flutningi og það var einhvern miklu meiri stemmning yfir því heldur en í útvarpsflutningi. En mér finnst þó lagið ennþá ekkert sérlega skemmtilegt og fannst ekki skrítið að það hefði ekki komist áfram.

Komdu á morgun til mín í flutningi Önnu Hlínar eftir Grétar Sigurbergsson.
Lagið batnar mjög mikið við frekar hlustun og mér fannst flutningurinn í gær afskaplega góður. Ég er þó ennþá á því að lagið sé ekki til þess fallið að gera góða hluti í júróvísjon. Það væri þó gaman að fylgjast með Önnu Hlín frekar að syngja í þessum stíl. Mér fannst flutningur hennar passa laginu miklu betur í þessum live flutningi á sviðinu í gærkvöldi heldur en í útvarpsflutningi.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Litið yfir þriðja undanúrslitakvöldið

 1. Jón Þ. Sig skrifar:

  Ef maður hlustar aðeins á lagið hennar Heru má finna This is my life stiga í því og ef maður syngur svo This is my life örlítið hægar smell passar það við millikaflanna í laginu !

  Er ekki viss um að við fáum mikið lof fyrir copíur í Noregi !

 2. jurovision skrifar:

  Já það er rétt hjá þér Jón að lagið hennar Heru minnir að mörguleyti á This is my life enda er það eftir sama höfund!

  En eins og við vitum þá snýst Eurovision mikið til um endurtekningar svo það er alls ekki víst að við fáum lítið lof fyrir lagið í Osló :o)

  Hildur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s