Stóra keppnin í vor – 1. hluti

Eyrún Ellý skrifar:

Nú keppast Evrópulöndin um að velja sér fulltrúa í stóru keppnina í Osló í vor. Aðalkeppnin verður haldin laugardaginn 29. maí en undankeppnirnar tvær þriðjudaginn 25. og fimmtudaginn 27. maí.
Í ár keppa 34 þjóðir um að komast í aðalkeppnina þar sem Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og Frakkar eru fyrir auk Norðmanna, sigurvegaranna í fyrra. Í byrjun febrúar kemur í ljós á hvoru undanúrslitakvöldinu Ísland keppir en 22. mars verður dregið um innbyrðis röðina á hvoru kvöldi fyrir sig. Sannarlega tilhlökkunarefni, þar sem mikil fræði eru í kringum það hvenær þjóðirnar stíga á svið!

Eins og í fyrra verður kosning laganna í undankeppnunum og aðalkeppninni metin að helmingi út frá dómnefnd og helmingi miðað við símakosningu.

Mjög misjafnt er hvernig þjóðirnar velja sín framlög. Flestar sjónvarpsstöðvar nýta tækifærið og hafa einhvers konar forval, en í mörgum löndum er þó framlagið handvalið. Eins og komið hefur fram hér er RÚV í miðjum klíðum í Söngvakeppni Sjónvarpsins og verða úrslitin í þessu forvali Íslendinga þann 6. febrúar nk. Sú dagsetning er greinilega vinsæl því að norska og danska framlagið verða einnig valin þetta sama kvöld!

Þegar þetta er skrifað hafa nokkrar þjóðir þegar valið sín framlög. Síðasti frestur til að tilkynna þátttöku þjóðar í Eurovision er þann 22. mars. Þjóðirnar sem þegar hafa ákveðið sig eru Tyrkland, Ísrael, Úkraína, Albanía, Sviss og Georgía. Fyrir þá sem eru ólmir að fylgjast með er gott að kíkja á aðalaðdáendasíðu Eurovision, en finna má hlekk hér til hliðar.

Svona lítur þetta þá út fram á vorið, hér eru þær undankeppnir sem fyrirætlaðar eru:

Nú í janúar velja Finnar sér framlag.
Í febrúar eru það Norðmenn, Íslendingar, Danir, Slóvakir, Kýpverjar, Serbar, Holllendingar, Pólverjar, Makedónar, Maltverjar, Lettar, Búlgarir og Slóvakar sem velja sína fulltrúa.
Í mars velja Rúmenar, Króatar, Portúgalir, Rússar, Bosníu- og Hersegóvínumenn, Þjóðverjar, Eistar og að endingu Svíar sitt uppáhaldslag.

(allt nánar á eurovision.tv)

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Stóra keppnin í vor – 1. hluti

 1. Helga skrifar:

  Þið eruð dásamlega bilaðar, svo vægt sé til orða tekið.
  Þýðir þetta að Eyrúnarblogg fari í frí?

 2. Stella Eurovisiongella skrifar:

  Hæ hæ!
  Bara svona smá viðbót 🙂

  Moldavía er með national final með 25 keppendum, finalið verður um miðjan febrúar og það er hægt að hlusta á öll lögin hér:
  http://trm.md/index.php?module=proiect_int&proiect_id=30&sub_proiect_id=44

  Netkosningin hjá Spáni hófst í gær og má kíkja á hvernig gengur hér:
  http://www.rtve.es/television/eurovision/
  Sirka 480 lög í netvalinu þetta árið, ágætt!
  En netvalið stendur til 5. febrúar og má sjá á síðunni hver eru 10 hæstu lögin hverja stundina ;D

  Já og Tyrkir eru bara búnir að velja hljómsveitina sem fer í Eurovision – rappmetalhljómsveitina maNga sem vann MTV Best European Act Award… lokaákvörðun um lag verður um miðjan febrúar svo við fáum að heyra lagið einhvern tímann seinni part febrúar/byrjun mars… spennó!

  Kveðjur úr Eurovisionheimum 😉

 3. Stella Eurovisiongella skrifar:

  Úúú Portúgalir hófu vefkosningu í gær sem stendur yfir í viku, 30 lög þar sem 24 komast áfram í tvær undankeppnir.
  Hægt er að hlusta á sýnishorn af öllum lögunum hér:
  http://videos.sapo.pt/fest_cancao2010

  Portúgal er alltaf svo yndislega eurovisionískt 🙂

 4. Heiða skrifar:

  Hæhæ. Flott síða hjá ykkur, ég er algjör Eurofan 😀

  Og til að bæta við þá er staðfest að Pete Waterman muni semja Breska lagið í ár, en hann er frægur plötuframleiðandi og lagahöfundur og hefur m.a. unnið með Kylie Minogue og Westlife. Það er nokkuð víst að ferlið þar muni vera svipað og í fyrra, en þá var haldinn þáttur sem hét ,,Your Country Needs You“ og er svipaður og X-Factor, þá sungu keppendurnir bara einhver fræg lög og einn eða tveir duttu út í hverjum þætti. Búið var að semja og velja lagið löngu áður og Jade Ewen söng það fyrst eftir að hún vann í því.

  Annars held ég með Jógvan í Söngvakeppninni hér 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s