Söngvakeppni Sjónvarpsins I. og II. hluti

Hildur bloggaði um lögin í fyrstu tveimur undanúrslitakvöldunum í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hér getið þið lesið hennar skoðanir á lögunum. Yfirferð hennar á lögum fyrir þriðja undanúrslitakvöldið mun birtast á þessari síðu innan skamms.

Fyrsta undanúrslitakvöld, 9. janúar 2010

You are the one í flutningi Kolbrúnar Evu Viktorsdóttur eftir Harald G. Ásmundsson.
Hér er á ferðinni rólyndisballaða sem byrjar allveg hreint ágætlega. Eftir rétt tæpa mínútu af laginu kemur heldur óvenjulegur kafli sem ég hélt fyrst að væri viðlag en reyndist svo vera millikafli fyrir fyrsta viðlag. Í laginu er nokkur stígandi. Það byrjar í einfaldri útsetningu og heldur rólega en bætist smám saman á næstum því til loka þegar er vegleg útsetning með strengjum og bakröddum. Lagið endar svo á því að dregið er til baka í útsetning og lagið endar jafn einfaldlega og það byrjaði. Lagið allveg ágætt en dæmis algjörlega hvernig sviðsetningin og flutningurinn. 

The one í flutningi Írisar Hólm eftir Birgi Jóhann Birgisson
Önnur ballaða hér á ferð í amerískum stíl þar sem samið er eftir öllum reglum og hefði sómað sér vel í Rólegu og rómantísku á FM957 árið 1995! Mér finnst ég hafa heyrt lagið um það bil 100 sinnum áður en það er nokkuð betra en ballaðan You are the one, bæði lagið sjálft og flutningurinn. Óneitanlega eru þessar ballaður áhrif góðs gengis Jóhönnu Guðrúnu í fyrra en ég verð þó að segja að hvorug þeirra nær þeim hæðum sem Is it true nær. Held þó að þetta nái áfram í úrslitin. 

Out of sight í flutningi Matta Matt eftir Matthías Stefánsson.
Matti er mættur enn eina ferðina í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Núna með lag í rokkaðari kantinum útsett í eighties rokk útgáfu. Þetta lag hefur þó ekkert í bestu rokklög 9. áratugarins og mér finnst það eiginlega bara vond útgáfa af eftihermulagi með leiðinlegum texta þó ég dilli mér pínu við það. Matti flytur þó óaðfinnanlega eins og alltaf og kannski er lagið bara betra með ljósum og hressri sviðsframkomu. Mér finnst það þó alls ekki til þess fallið að gera góða hluti í Eurovision. 

You knocked up on my door í flutningi Sigurjóns Brink eftir Jóhannes Kára Kristjánsson
Jæja eins og Matti er Sjonni minn komin enn eina ferðina í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Og jú viti menn þriðja ballaðan á þessu fyrsta undanúrslitakvöldi. Þessi ballaða er í Disney stíl og myndi sóma sig vel sem aðallag í hvað væmnu Disneyteiknimynd sem er hvort sem hún væri ný saga eða hefðbundið gamalt ævintýri. Sjonni kemst eins og nær alltaf sérlega vel frá flutningum þó mér finnist eitthvað bogið við að hlusta á hann syngja svona tegund af lagi. Það er lítið hægt að setja út á þetta, útsetning hentar laginu vel, lagið hentar Sjonna vel að syngja og lagið er bara fínasta Disney ballaða.

In the futrue í flutningi Karenar Pálsdóttur eftir Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur og Daða Georgsson
Jæja fyrsta Europopplagið í þessari keppni! Það er svona allveg ágætt og gæti allveg vanist vel. Líkist svolítið mörgu Europopp laginu sem skotið hefur upp kollinum í Eurovision liðin ár með fallega en heldur fáklædda söngkonu í farabroddi. Eins gefur lag og útsetning upp á mikið sjow og er kafli í laginu þar sem ekki er sungið en næstum eins og gert sé ráð fyrir góðu dansatriði þar á stóru og flottu sviði í Osló. Mér finnst eiginlega nokkuð gefið að þetta lag fari áfram og veðja á að með því fari annað hvort ballaðan You knocked up on my door eða The one.

Annað undanúrslitakvöld, 16. janúar 2010

Gefst ekki upp í flutningi Manna ársins eftir Harald V. Sveinbjörnsson og Sváfni Sigurðarson.
Hér er á ferðinni lag í rólegri kanntinum, svona hefðbundið útvarpslag. Mér finnst lagið hvorki fugl né fiskur, hvorki skemmtilegt né leiðinlegt. Ég hef voðalega litlar skoðanir á laginu og í því ljósi myndi ég alls ekki vilja að lagið kæmist áfram og færi til Oslóar þar sem þetta er dæmigert lag sem enginn ma eftir, enginn kýs og við komumst ekki áfram. 

Gleði og glens í flutningi Hvanndalsbræðra eftir Rögnvald gáfaða Rögnvaldsson
Hvanndalsbræður áttu mjög gott ári árið 2009, risu einhvernvegin upp úr því að vera hljómsveit margir vissu hver var en var aldrei sérlega vel í það að eiga eitt af mestu spiluðu lögum sumarsins. Hvanndalsbræður eru gleðibandi og lagið er í algjörlega í þeirra stíl. Ég dilla hausnum og brosi þegar ég heyri lagið. Lagið er nokkuð grípandi en ekki mjög júróvísjonlegt. Ég er þó nokkuð vissum að þeir komist áfram bara fyrir það að vera með skemmtilegt lag og vera Hvanndalsbræður. 

I belive in angels í flutningi Sigrúnar Völu eftir Halldór Guðjónsson
Þegar ég heyrði þetta lag fyrst í útvapinu hélt ég að þetta væri eitthvað gamalt lag sem ég hefði heyrt oft oft áður. Það getur verið mikill kostur í Eurovision! Lagið er lífleg ballaða og kunnuleg og ef flutningur er óaðfinnanlegur þá gæti þetta lag náð langt bæði heima og jafnvel í Eurovision fyrir það eitt að vera svona kunnulegt. Ég veit þó ekkert um Sigrúnu Völu og hlakka til að heyra hana flytja þetta á sviðinu. 

One more day í flutningi Jógvan Hansens eftir Óskar Pál Sveinsson og Bubba Morthens
Mér finnst alltaf að heyra í Jógvani og mér fannst hugmyndin að sigurhöfundurinn frá í fyrra fengi að eiga eitt lag af undanúrslitalögunum 15. Lagið er eitt af þessu mögru lögum sem mér fannst svo leiðinlegt þegar ég heyrði það fyrst að ég var næstum búin að slökkva á útvarpinu. Hins vegar hefur það unnið svolítið á og mér finnst það bara allveg fínasta lag núna. Þetta er poppuð ballaða og Jógvan mun án efa flytja hana vel. Ég spá því nú bara að þetta lag gæti átt góða möguleika að komast áfram, útsetning er góð, flutningur verður góður og lagið er bara fínt. 

Now and forever í flutningi Edgars Smára eftir Albert Guðmann Jónsson
Ja hérna enn ein ballaðan. Ætli hafi verið sendar inn 150 ballöður í keppnina? Mér virðist svona á heildina á þessu kvöldi þó að ballöðurnar séu öllu betri en voru síðasta kvöld. Þessi ballaða er allveg ágæt, mjög dæmigerð í fallegri útsetningu og Edgar Smári flytur oftast vel, þessi tegund laga hentar honum vel. Mér finnst þetta þó bara eitthvað hálf slappt í samanburði við hin lögin og ég veðja ekki á að þetta fari áfram.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Söngvakeppni Sjónvarpsins I. og II. hluti

  1. Fanný skrifar:

    Til hamingju með síðuna!!

    Var að hlusta á lagið hennar Heru og VÁÁÁÁÁ hvað það er mikið júróvisionlag!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s