Söngvakeppni Sjónvarpsins III. hluti

Lögin fimm sem keppa í síðasta undanúrslitakvöldinu í Söngvakeppni Sjónvarpsins er nú komin í loftið. Að því tilefni skrifaði Hildur niður sínar vangaveltur um lögin.

Ja Ne Sais Quoi í flutningi Heru Bjarkar eftir Örlyg Smára
Áður en ég heyrði þetta lag var ég eiginleg allveg viss um að það myndi vinna þessa keppni. Eftir að hafa heyrt það er ég enn vissari. Hér er á ferðinni eitt allra  besta lagið í Söngvakeppninni í ár. Örlygur Smári veit svo sannarlega hvað hann er að gera þegar kemur að því að semja lag fyrir Eurovision. Hera Björk er ekki bara heillandi kona heldur einnig algjörlega pottþéttur flytjandi. Þessi blanda virðist því skotheld. Lagið er europopp lag í rólegri stílnum, minnir mig svolítið á stíl lagsins Somday sem Hera flutti einmitt í dönsku Meldi Grand Prix  í fyrra og lenti í 2. sæti. Útsetning er vel gerð, lagið hefur góðan stíganda og hefur meira að segja eurovision hækkun! Allt algjörlega skothellt.

Waterslide í flutningi Sigurjóns Brink eftir Sigurjón Brink
Sjonni er orðinn einn af fastagestunum í Söngvakeppni Sjónvarpsins en hann hefur flutt lag í keppninni frá því 2006 þegar hann söng lag Bryndísar Sunnu Valdimarsdóttur, Hjartaþrá. Í þetta sinn er hann þó í fyrsta skipti með eigið lag og texta. Lagið er einhverskonar blanda af bítlalagi og lagi með Sprengjuhöllinni. Lagið er í rólegri kanntinum og hefur glaðlegan brag. Lagið er svo sem ágætt en mér finnst það ekki til þess fallið að gera góða hluti í Eurovision. Ég vona að Sjonni láti aftur sjá sig í keppninni að ári og velji sér þá lag til að syngja eða semji sjálfur eitthvað örlítið hressilegra, kannski rokka sem hentar rödd hans betur og sýnir hvað í honum raunverulega býr.

Every word í flutingi Steinarrs Loga Nesheim eftir Steinarr Loga Nesheim
Steinarr Logi er einn af forsprökkum hljómsveitarinna Kung Fu og er hefur lengi sungið með hljómsveitinni Dead Sea Appel. Hér er hann einn á ferð með lag eftir sjálfan sig og að minni vissu að keppa í fyrsta sinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið er frekar hefðbundið popplag, byrjar heldur rólega en gefur aðeins í í útsetningu þegar líður ár. Mér finnst lagið vera frekar döll, gæti kannski náð góðri spilun í útvarpin en alls ekki til þess fallið að flytja fyrir framan milljónir áhorfenda og heilla þá í leiðinni til að kjósa. Eftir nokkrar hlustanir get ég enn ekki munað hvernig það er.

Þúsund stjörnur í flutningi Arnars Jónssonar eftir Jóhannes Kára Kristjánsson
Jæja enn ein ballaðan í þessari keppni. Maður veltir fyrir sér hvort af þessum 150 lögum sem send voru inn í keppnina hafi virkilega veirð svona margar ballöður! En Jóhannes Kári Kristjánsson er hér með sitt annað lag í þessari undankeppni en hann samdi einnig lagið You kwonked up on my door í flutningi Sjonna Brink sem keppti á fyrsta undanúrslitakvöldinu. Lagið er einhvern vegin mjög hefbundið og frekar óeftirminnilegt. Útsetning er þó góð og bæti mjög upp lagið. Arnar kemst vel frá flutningum en hann er alls ekki ókunnugur Söngvakeppninni því árið Easy to fool ásamt fleirum í fyrra. Það er erfitt að spá um hvort lagið komist áfram.

Komdu á morgun til mín í flutningi Önnu Hlínar eftir Grétar Sigurbergsson
Hér er á ferðinni jazz skotið lag í rólegri kanntinum. Ég sé helst fyrir mér konu í glitrandi síðkjól sem stendur við flygil í virtum jazzklúbbi að syngja lokalagið fyrir lokun. Lagið er hefur fallegt og skemmtilegt píanó undirspil og laglínan er fín en það er eitthvað við söngrödd Önnu Hlínar sem mér finnst ekki allveg passa við lagið. Mér finnst að söngkona með aðeins dimmari og jafnvel örlítið rámari rödd hefði passað laginu betur. Lagið er þó fallegt og batnar við frekar hlustun. Það kæmi mér svo sem ekki á óvart að það kæmist áfram á úrslitakvöldið sjálf

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s