Hvað er líkt?

Um helgina kom upp sá kvittur að líkindi væru með laginu Je ne sais quoi sem Hera Björk flytur í lokakeppninni á laugardag og lagi með belgísku söngkonunni Kate Ryan, sem ber heitið Who do you love? Bæði eru lögin klassísk europop-lög.

Þrátt fyrir að hún sé ekki vinsæl hér á landi er Kate Ryan stórstjarna á meginlandinu (og á meginlandsdiskótekunum, ekki síst) og glöggir muna eftir henni í Eurovision-keppninni frá árinu 2006. Þar sló hún í gegn meðal aðdáenda með danssmellinum Je t’adore:

Hins vegar komst hún ekki upp úr undanúrslitunum og ríkti almenn óánægja með það, og varð umræðan hávær í kjölfarið um hina svokölluðu „austurblokk“. Rétt er að geta þess að Kate lenti í 12. sæti en 10. efstu lög kvöldsins komust í aðalkeppnina. Silvía okkar Nótt var svo númer 13 🙂

Það er því síst hægt að segja að Kate sé óþekkt söngkona því að hún hefur farið mikinn undanfarin ár og gefið út nokkrar plötur með danssmellum, nú síðast í maí 2008. Á þeirri plötu er einmitt meint „stolið“ lag, Who do you love?:

Gagnrýnisraddir Heru segja viðlagið nákvæmlega eins og Je ne sais quoi en lögin hafa þó hvort um sig sín sérkenni. Ég held því ekki að hægt sé að segja að lagið hennar Heru sé „stolið“ þó að vissulega séu líkindin fyrir hendi. Persónulega finnst mér svona skotgrafahernaður í síðustu vikunni fyrir úrslitin ómaklegur og ef eitthvað styrkja málstað Heru – og veikja stöðu þeirra sem bera róginn á borð. Nema þetta sé „publicity stunt“ 🙂

Hér er lagið hennar Heru:

Litið yfir þriðja undanúrslitakvöldið

Það er ekki úr vegi að líta aðeins yfir þriðja undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fram fór í gærkvöldið en var jafnfram síðasta undanúrslitakvöldið.

Hildur skirfar:

Þúsund stjörnur í flutningi Arnars Jónssonar eftir Jóhannes Kára Kristjánsson
Ég varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum með þetta lag á sviðinu. Mikið var í þetta lagt en mér fannst Arnar vera aðeins að strögla við flutninginn. Það kom því ekki mikið á óvart að Jóhannes og Arnar hafi ekki komist áfram að þessu sinni.

Waterslide í flutningi Sjonna Brink eftir hann sjálfan.
Ég hafði mínar efasemdir um þetta lag í yfirferð minni fyrir þetta þriðja undanúrslitakvöld í keppninni. Eftir að hafa horft á það á sviðinu snérist mér algjörlega hugur. Ég sagði í yfirferði minni að ég hefði vilja sjá Sjonna gera eitthvað sem hentar honum betur en ég hafði algjörlega rangt fyrir mér því þarna á sviðinu í hvítri skyrtu og gallabuxum birtist Sjonni nákvæmlega eins og ég þekki hann, honum leið greinilega vel og hafði gaman af flutningum sem var einn sá allra skemmtilegast þetta kvöldið. Þetta var óvenju krúttlegt og skemmtilegt og skein í gegn gleði fremur en nokkuð annað.

Ja Ne Sais Quoi í flutningi Heru Bjarkar eftir hana sjálfa og Örlyg Smára.
Í fullri hreinskilni þá varð ég fyrir vonbrigðum með flutninginn á þessu lagi. Eins flott og það er í útvarpsflutningi þá vantaði eitthvað  við flutninginn á sviðinu. Hera var ekki með sinn allra besta flutning og lagið einhvern vegin ekki jafn kraftmikið og það er í útvarpsflutningi. Það kom þó ekkert á óvart að lagið skuli hafa komist áfram og ég er enn á því að þau vinni þessa keppni og fari til Noregs fyrir Íslands hönd í maí. Og ég verð að segja hvað mér fannst kjólar bakraddanna ótrúlega ótrúlega flottir!

Every word í flutningi Steinarr Loga Nesheim eftir hann sjálfann.
Þetta lag kom mér nokkuð á óvart í flutningi og það var einhvern miklu meiri stemmning yfir því heldur en í útvarpsflutningi. En mér finnst þó lagið ennþá ekkert sérlega skemmtilegt og fannst ekki skrítið að það hefði ekki komist áfram.

Komdu á morgun til mín í flutningi Önnu Hlínar eftir Grétar Sigurbergsson.
Lagið batnar mjög mikið við frekar hlustun og mér fannst flutningurinn í gær afskaplega góður. Ég er þó ennþá á því að lagið sé ekki til þess fallið að gera góða hluti í júróvísjon. Það væri þó gaman að fylgjast með Önnu Hlín frekar að syngja í þessum stíl. Mér fannst flutningur hennar passa laginu miklu betur í þessum live flutningi á sviðinu í gærkvöldi heldur en í útvarpsflutningi.

Stóra keppnin í vor – 1. hluti

Eyrún Ellý skrifar:

Nú keppast Evrópulöndin um að velja sér fulltrúa í stóru keppnina í Osló í vor. Aðalkeppnin verður haldin laugardaginn 29. maí en undankeppnirnar tvær þriðjudaginn 25. og fimmtudaginn 27. maí.
Í ár keppa 34 þjóðir um að komast í aðalkeppnina þar sem Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og Frakkar eru fyrir auk Norðmanna, sigurvegaranna í fyrra. Í byrjun febrúar kemur í ljós á hvoru undanúrslitakvöldinu Ísland keppir en 22. mars verður dregið um innbyrðis röðina á hvoru kvöldi fyrir sig. Sannarlega tilhlökkunarefni, þar sem mikil fræði eru í kringum það hvenær þjóðirnar stíga á svið!

Eins og í fyrra verður kosning laganna í undankeppnunum og aðalkeppninni metin að helmingi út frá dómnefnd og helmingi miðað við símakosningu.

Mjög misjafnt er hvernig þjóðirnar velja sín framlög. Flestar sjónvarpsstöðvar nýta tækifærið og hafa einhvers konar forval, en í mörgum löndum er þó framlagið handvalið. Eins og komið hefur fram hér er RÚV í miðjum klíðum í Söngvakeppni Sjónvarpsins og verða úrslitin í þessu forvali Íslendinga þann 6. febrúar nk. Sú dagsetning er greinilega vinsæl því að norska og danska framlagið verða einnig valin þetta sama kvöld!

Þegar þetta er skrifað hafa nokkrar þjóðir þegar valið sín framlög. Síðasti frestur til að tilkynna þátttöku þjóðar í Eurovision er þann 22. mars. Þjóðirnar sem þegar hafa ákveðið sig eru Tyrkland, Ísrael, Úkraína, Albanía, Sviss og Georgía. Fyrir þá sem eru ólmir að fylgjast með er gott að kíkja á aðalaðdáendasíðu Eurovision, en finna má hlekk hér til hliðar.

Svona lítur þetta þá út fram á vorið, hér eru þær undankeppnir sem fyrirætlaðar eru:

Nú í janúar velja Finnar sér framlag.
Í febrúar eru það Norðmenn, Íslendingar, Danir, Slóvakir, Kýpverjar, Serbar, Holllendingar, Pólverjar, Makedónar, Maltverjar, Lettar, Búlgarir og Slóvakar sem velja sína fulltrúa.
Í mars velja Rúmenar, Króatar, Portúgalir, Rússar, Bosníu- og Hersegóvínumenn, Þjóðverjar, Eistar og að endingu Svíar sitt uppáhaldslag.

(allt nánar á eurovision.tv)

Söngvakeppni Sjónvarpsins III. hluti

Lögin fimm sem keppa í síðasta undanúrslitakvöldinu í Söngvakeppni Sjónvarpsins er nú komin í loftið. Að því tilefni skrifaði Hildur niður sínar vangaveltur um lögin.

Ja Ne Sais Quoi í flutningi Heru Bjarkar eftir Örlyg Smára
Áður en ég heyrði þetta lag var ég eiginleg allveg viss um að það myndi vinna þessa keppni. Eftir að hafa heyrt það er ég enn vissari. Hér er á ferðinni eitt allra  besta lagið í Söngvakeppninni í ár. Örlygur Smári veit svo sannarlega hvað hann er að gera þegar kemur að því að semja lag fyrir Eurovision. Hera Björk er ekki bara heillandi kona heldur einnig algjörlega pottþéttur flytjandi. Þessi blanda virðist því skotheld. Lagið er europopp lag í rólegri stílnum, minnir mig svolítið á stíl lagsins Somday sem Hera flutti einmitt í dönsku Meldi Grand Prix  í fyrra og lenti í 2. sæti. Útsetning er vel gerð, lagið hefur góðan stíganda og hefur meira að segja eurovision hækkun! Allt algjörlega skothellt.

Waterslide í flutningi Sigurjóns Brink eftir Sigurjón Brink
Sjonni er orðinn einn af fastagestunum í Söngvakeppni Sjónvarpsins en hann hefur flutt lag í keppninni frá því 2006 þegar hann söng lag Bryndísar Sunnu Valdimarsdóttur, Hjartaþrá. Í þetta sinn er hann þó í fyrsta skipti með eigið lag og texta. Lagið er einhverskonar blanda af bítlalagi og lagi með Sprengjuhöllinni. Lagið er í rólegri kanntinum og hefur glaðlegan brag. Lagið er svo sem ágætt en mér finnst það ekki til þess fallið að gera góða hluti í Eurovision. Ég vona að Sjonni láti aftur sjá sig í keppninni að ári og velji sér þá lag til að syngja eða semji sjálfur eitthvað örlítið hressilegra, kannski rokka sem hentar rödd hans betur og sýnir hvað í honum raunverulega býr.

Every word í flutingi Steinarrs Loga Nesheim eftir Steinarr Loga Nesheim
Steinarr Logi er einn af forsprökkum hljómsveitarinna Kung Fu og er hefur lengi sungið með hljómsveitinni Dead Sea Appel. Hér er hann einn á ferð með lag eftir sjálfan sig og að minni vissu að keppa í fyrsta sinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið er frekar hefðbundið popplag, byrjar heldur rólega en gefur aðeins í í útsetningu þegar líður ár. Mér finnst lagið vera frekar döll, gæti kannski náð góðri spilun í útvarpin en alls ekki til þess fallið að flytja fyrir framan milljónir áhorfenda og heilla þá í leiðinni til að kjósa. Eftir nokkrar hlustanir get ég enn ekki munað hvernig það er.

Þúsund stjörnur í flutningi Arnars Jónssonar eftir Jóhannes Kára Kristjánsson
Jæja enn ein ballaðan í þessari keppni. Maður veltir fyrir sér hvort af þessum 150 lögum sem send voru inn í keppnina hafi virkilega veirð svona margar ballöður! En Jóhannes Kári Kristjánsson er hér með sitt annað lag í þessari undankeppni en hann samdi einnig lagið You kwonked up on my door í flutningi Sjonna Brink sem keppti á fyrsta undanúrslitakvöldinu. Lagið er einhvern vegin mjög hefbundið og frekar óeftirminnilegt. Útsetning er þó góð og bæti mjög upp lagið. Arnar kemst vel frá flutningum en hann er alls ekki ókunnugur Söngvakeppninni því árið Easy to fool ásamt fleirum í fyrra. Það er erfitt að spá um hvort lagið komist áfram.

Komdu á morgun til mín í flutningi Önnu Hlínar eftir Grétar Sigurbergsson
Hér er á ferðinni jazz skotið lag í rólegri kanntinum. Ég sé helst fyrir mér konu í glitrandi síðkjól sem stendur við flygil í virtum jazzklúbbi að syngja lokalagið fyrir lokun. Lagið er hefur fallegt og skemmtilegt píanó undirspil og laglínan er fín en það er eitthvað við söngrödd Önnu Hlínar sem mér finnst ekki allveg passa við lagið. Mér finnst að söngkona með aðeins dimmari og jafnvel örlítið rámari rödd hefði passað laginu betur. Lagið er þó fallegt og batnar við frekar hlustun. Það kæmi mér svo sem ekki á óvart að það kæmist áfram á úrslitakvöldið sjálf