Hvað er líkt?

Um helgina kom upp sá kvittur að líkindi væru með laginu Je ne sais quoi sem Hera Björk flytur í lokakeppninni á laugardag og lagi með belgísku söngkonunni Kate Ryan, sem ber heitið Who do you love? Bæði eru lögin klassísk europop-lög.

Þrátt fyrir að hún sé ekki vinsæl hér á landi er Kate Ryan stórstjarna á meginlandinu (og á meginlandsdiskótekunum, ekki síst) og glöggir muna eftir henni í Eurovision-keppninni frá árinu 2006. Þar sló hún í gegn meðal aðdáenda með danssmellinum Je t’adore:

Hins vegar komst hún ekki upp úr undanúrslitunum og ríkti almenn óánægja með það, og varð umræðan hávær í kjölfarið um hina svokölluðu „austurblokk“. Rétt er að geta þess að Kate lenti í 12. sæti en 10. efstu lög kvöldsins komust í aðalkeppnina. Silvía okkar Nótt var svo númer 13 🙂

Það er því síst hægt að segja að Kate sé óþekkt söngkona því að hún hefur farið mikinn undanfarin ár og gefið út nokkrar plötur með danssmellum, nú síðast í maí 2008. Á þeirri plötu er einmitt meint „stolið“ lag, Who do you love?:

Gagnrýnisraddir Heru segja viðlagið nákvæmlega eins og Je ne sais quoi en lögin hafa þó hvort um sig sín sérkenni. Ég held því ekki að hægt sé að segja að lagið hennar Heru sé „stolið“ þó að vissulega séu líkindin fyrir hendi. Persónulega finnst mér svona skotgrafahernaður í síðustu vikunni fyrir úrslitin ómaklegur og ef eitthvað styrkja málstað Heru – og veikja stöðu þeirra sem bera róginn á borð. Nema þetta sé „publicity stunt“ 🙂

Hér er lagið hennar Heru:

Litið yfir þriðja undanúrslitakvöldið

Það er ekki úr vegi að líta aðeins yfir þriðja undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fram fór í gærkvöldið en var jafnfram síðasta undanúrslitakvöldið.

Hildur skirfar:

Þúsund stjörnur í flutningi Arnars Jónssonar eftir Jóhannes Kára Kristjánsson
Ég varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum með þetta lag á sviðinu. Mikið var í þetta lagt en mér fannst Arnar vera aðeins að strögla við flutninginn. Það kom því ekki mikið á óvart að Jóhannes og Arnar hafi ekki komist áfram að þessu sinni.

Waterslide í flutningi Sjonna Brink eftir hann sjálfan.
Ég hafði mínar efasemdir um þetta lag í yfirferð minni fyrir þetta þriðja undanúrslitakvöld í keppninni. Eftir að hafa horft á það á sviðinu snérist mér algjörlega hugur. Ég sagði í yfirferði minni að ég hefði vilja sjá Sjonna gera eitthvað sem hentar honum betur en ég hafði algjörlega rangt fyrir mér því þarna á sviðinu í hvítri skyrtu og gallabuxum birtist Sjonni nákvæmlega eins og ég þekki hann, honum leið greinilega vel og hafði gaman af flutningum sem var einn sá allra skemmtilegast þetta kvöldið. Þetta var óvenju krúttlegt og skemmtilegt og skein í gegn gleði fremur en nokkuð annað.

Ja Ne Sais Quoi í flutningi Heru Bjarkar eftir hana sjálfa og Örlyg Smára.
Í fullri hreinskilni þá varð ég fyrir vonbrigðum með flutninginn á þessu lagi. Eins flott og það er í útvarpsflutningi þá vantaði eitthvað  við flutninginn á sviðinu. Hera var ekki með sinn allra besta flutning og lagið einhvern vegin ekki jafn kraftmikið og það er í útvarpsflutningi. Það kom þó ekkert á óvart að lagið skuli hafa komist áfram og ég er enn á því að þau vinni þessa keppni og fari til Noregs fyrir Íslands hönd í maí. Og ég verð að segja hvað mér fannst kjólar bakraddanna ótrúlega ótrúlega flottir!

Every word í flutningi Steinarr Loga Nesheim eftir hann sjálfann.
Þetta lag kom mér nokkuð á óvart í flutningi og það var einhvern miklu meiri stemmning yfir því heldur en í útvarpsflutningi. En mér finnst þó lagið ennþá ekkert sérlega skemmtilegt og fannst ekki skrítið að það hefði ekki komist áfram.

Komdu á morgun til mín í flutningi Önnu Hlínar eftir Grétar Sigurbergsson.
Lagið batnar mjög mikið við frekar hlustun og mér fannst flutningurinn í gær afskaplega góður. Ég er þó ennþá á því að lagið sé ekki til þess fallið að gera góða hluti í júróvísjon. Það væri þó gaman að fylgjast með Önnu Hlín frekar að syngja í þessum stíl. Mér fannst flutningur hennar passa laginu miklu betur í þessum live flutningi á sviðinu í gærkvöldi heldur en í útvarpsflutningi.

Stóra keppnin í vor – 1. hluti

Eyrún Ellý skrifar:

Nú keppast Evrópulöndin um að velja sér fulltrúa í stóru keppnina í Osló í vor. Aðalkeppnin verður haldin laugardaginn 29. maí en undankeppnirnar tvær þriðjudaginn 25. og fimmtudaginn 27. maí.
Í ár keppa 34 þjóðir um að komast í aðalkeppnina þar sem Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og Frakkar eru fyrir auk Norðmanna, sigurvegaranna í fyrra. Í byrjun febrúar kemur í ljós á hvoru undanúrslitakvöldinu Ísland keppir en 22. mars verður dregið um innbyrðis röðina á hvoru kvöldi fyrir sig. Sannarlega tilhlökkunarefni, þar sem mikil fræði eru í kringum það hvenær þjóðirnar stíga á svið!

Eins og í fyrra verður kosning laganna í undankeppnunum og aðalkeppninni metin að helmingi út frá dómnefnd og helmingi miðað við símakosningu.

Mjög misjafnt er hvernig þjóðirnar velja sín framlög. Flestar sjónvarpsstöðvar nýta tækifærið og hafa einhvers konar forval, en í mörgum löndum er þó framlagið handvalið. Eins og komið hefur fram hér er RÚV í miðjum klíðum í Söngvakeppni Sjónvarpsins og verða úrslitin í þessu forvali Íslendinga þann 6. febrúar nk. Sú dagsetning er greinilega vinsæl því að norska og danska framlagið verða einnig valin þetta sama kvöld!

Þegar þetta er skrifað hafa nokkrar þjóðir þegar valið sín framlög. Síðasti frestur til að tilkynna þátttöku þjóðar í Eurovision er þann 22. mars. Þjóðirnar sem þegar hafa ákveðið sig eru Tyrkland, Ísrael, Úkraína, Albanía, Sviss og Georgía. Fyrir þá sem eru ólmir að fylgjast með er gott að kíkja á aðalaðdáendasíðu Eurovision, en finna má hlekk hér til hliðar.

Svona lítur þetta þá út fram á vorið, hér eru þær undankeppnir sem fyrirætlaðar eru:

Nú í janúar velja Finnar sér framlag.
Í febrúar eru það Norðmenn, Íslendingar, Danir, Slóvakir, Kýpverjar, Serbar, Holllendingar, Pólverjar, Makedónar, Maltverjar, Lettar, Búlgarir og Slóvakar sem velja sína fulltrúa.
Í mars velja Rúmenar, Króatar, Portúgalir, Rússar, Bosníu- og Hersegóvínumenn, Þjóðverjar, Eistar og að endingu Svíar sitt uppáhaldslag.

(allt nánar á eurovision.tv)

Söngvakeppni Sjónvarpsins III. hluti

Lögin fimm sem keppa í síðasta undanúrslitakvöldinu í Söngvakeppni Sjónvarpsins er nú komin í loftið. Að því tilefni skrifaði Hildur niður sínar vangaveltur um lögin.

Ja Ne Sais Quoi í flutningi Heru Bjarkar eftir Örlyg Smára
Áður en ég heyrði þetta lag var ég eiginleg allveg viss um að það myndi vinna þessa keppni. Eftir að hafa heyrt það er ég enn vissari. Hér er á ferðinni eitt allra  besta lagið í Söngvakeppninni í ár. Örlygur Smári veit svo sannarlega hvað hann er að gera þegar kemur að því að semja lag fyrir Eurovision. Hera Björk er ekki bara heillandi kona heldur einnig algjörlega pottþéttur flytjandi. Þessi blanda virðist því skotheld. Lagið er europopp lag í rólegri stílnum, minnir mig svolítið á stíl lagsins Somday sem Hera flutti einmitt í dönsku Meldi Grand Prix  í fyrra og lenti í 2. sæti. Útsetning er vel gerð, lagið hefur góðan stíganda og hefur meira að segja eurovision hækkun! Allt algjörlega skothellt.

Waterslide í flutningi Sigurjóns Brink eftir Sigurjón Brink
Sjonni er orðinn einn af fastagestunum í Söngvakeppni Sjónvarpsins en hann hefur flutt lag í keppninni frá því 2006 þegar hann söng lag Bryndísar Sunnu Valdimarsdóttur, Hjartaþrá. Í þetta sinn er hann þó í fyrsta skipti með eigið lag og texta. Lagið er einhverskonar blanda af bítlalagi og lagi með Sprengjuhöllinni. Lagið er í rólegri kanntinum og hefur glaðlegan brag. Lagið er svo sem ágætt en mér finnst það ekki til þess fallið að gera góða hluti í Eurovision. Ég vona að Sjonni láti aftur sjá sig í keppninni að ári og velji sér þá lag til að syngja eða semji sjálfur eitthvað örlítið hressilegra, kannski rokka sem hentar rödd hans betur og sýnir hvað í honum raunverulega býr.

Every word í flutingi Steinarrs Loga Nesheim eftir Steinarr Loga Nesheim
Steinarr Logi er einn af forsprökkum hljómsveitarinna Kung Fu og er hefur lengi sungið með hljómsveitinni Dead Sea Appel. Hér er hann einn á ferð með lag eftir sjálfan sig og að minni vissu að keppa í fyrsta sinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið er frekar hefðbundið popplag, byrjar heldur rólega en gefur aðeins í í útsetningu þegar líður ár. Mér finnst lagið vera frekar döll, gæti kannski náð góðri spilun í útvarpin en alls ekki til þess fallið að flytja fyrir framan milljónir áhorfenda og heilla þá í leiðinni til að kjósa. Eftir nokkrar hlustanir get ég enn ekki munað hvernig það er.

Þúsund stjörnur í flutningi Arnars Jónssonar eftir Jóhannes Kára Kristjánsson
Jæja enn ein ballaðan í þessari keppni. Maður veltir fyrir sér hvort af þessum 150 lögum sem send voru inn í keppnina hafi virkilega veirð svona margar ballöður! En Jóhannes Kári Kristjánsson er hér með sitt annað lag í þessari undankeppni en hann samdi einnig lagið You kwonked up on my door í flutningi Sjonna Brink sem keppti á fyrsta undanúrslitakvöldinu. Lagið er einhvern vegin mjög hefbundið og frekar óeftirminnilegt. Útsetning er þó góð og bæti mjög upp lagið. Arnar kemst vel frá flutningum en hann er alls ekki ókunnugur Söngvakeppninni því árið Easy to fool ásamt fleirum í fyrra. Það er erfitt að spá um hvort lagið komist áfram.

Komdu á morgun til mín í flutningi Önnu Hlínar eftir Grétar Sigurbergsson
Hér er á ferðinni jazz skotið lag í rólegri kanntinum. Ég sé helst fyrir mér konu í glitrandi síðkjól sem stendur við flygil í virtum jazzklúbbi að syngja lokalagið fyrir lokun. Lagið er hefur fallegt og skemmtilegt píanó undirspil og laglínan er fín en það er eitthvað við söngrödd Önnu Hlínar sem mér finnst ekki allveg passa við lagið. Mér finnst að söngkona með aðeins dimmari og jafnvel örlítið rámari rödd hefði passað laginu betur. Lagið er þó fallegt og batnar við frekar hlustun. Það kæmi mér svo sem ekki á óvart að það kæmist áfram á úrslitakvöldið sjálf

Söngvakeppni Sjónvarpsins I. og II. hluti

Hildur bloggaði um lögin í fyrstu tveimur undanúrslitakvöldunum í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hér getið þið lesið hennar skoðanir á lögunum. Yfirferð hennar á lögum fyrir þriðja undanúrslitakvöldið mun birtast á þessari síðu innan skamms.

Fyrsta undanúrslitakvöld, 9. janúar 2010

You are the one í flutningi Kolbrúnar Evu Viktorsdóttur eftir Harald G. Ásmundsson.
Hér er á ferðinni rólyndisballaða sem byrjar allveg hreint ágætlega. Eftir rétt tæpa mínútu af laginu kemur heldur óvenjulegur kafli sem ég hélt fyrst að væri viðlag en reyndist svo vera millikafli fyrir fyrsta viðlag. Í laginu er nokkur stígandi. Það byrjar í einfaldri útsetningu og heldur rólega en bætist smám saman á næstum því til loka þegar er vegleg útsetning með strengjum og bakröddum. Lagið endar svo á því að dregið er til baka í útsetning og lagið endar jafn einfaldlega og það byrjaði. Lagið allveg ágætt en dæmis algjörlega hvernig sviðsetningin og flutningurinn. 

The one í flutningi Írisar Hólm eftir Birgi Jóhann Birgisson
Önnur ballaða hér á ferð í amerískum stíl þar sem samið er eftir öllum reglum og hefði sómað sér vel í Rólegu og rómantísku á FM957 árið 1995! Mér finnst ég hafa heyrt lagið um það bil 100 sinnum áður en það er nokkuð betra en ballaðan You are the one, bæði lagið sjálft og flutningurinn. Óneitanlega eru þessar ballaður áhrif góðs gengis Jóhönnu Guðrúnu í fyrra en ég verð þó að segja að hvorug þeirra nær þeim hæðum sem Is it true nær. Held þó að þetta nái áfram í úrslitin. 

Out of sight í flutningi Matta Matt eftir Matthías Stefánsson.
Matti er mættur enn eina ferðina í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Núna með lag í rokkaðari kantinum útsett í eighties rokk útgáfu. Þetta lag hefur þó ekkert í bestu rokklög 9. áratugarins og mér finnst það eiginlega bara vond útgáfa af eftihermulagi með leiðinlegum texta þó ég dilli mér pínu við það. Matti flytur þó óaðfinnanlega eins og alltaf og kannski er lagið bara betra með ljósum og hressri sviðsframkomu. Mér finnst það þó alls ekki til þess fallið að gera góða hluti í Eurovision. 

You knocked up on my door í flutningi Sigurjóns Brink eftir Jóhannes Kára Kristjánsson
Jæja eins og Matti er Sjonni minn komin enn eina ferðina í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Og jú viti menn þriðja ballaðan á þessu fyrsta undanúrslitakvöldi. Þessi ballaða er í Disney stíl og myndi sóma sig vel sem aðallag í hvað væmnu Disneyteiknimynd sem er hvort sem hún væri ný saga eða hefðbundið gamalt ævintýri. Sjonni kemst eins og nær alltaf sérlega vel frá flutningum þó mér finnist eitthvað bogið við að hlusta á hann syngja svona tegund af lagi. Það er lítið hægt að setja út á þetta, útsetning hentar laginu vel, lagið hentar Sjonna vel að syngja og lagið er bara fínasta Disney ballaða.

In the futrue í flutningi Karenar Pálsdóttur eftir Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur og Daða Georgsson
Jæja fyrsta Europopplagið í þessari keppni! Það er svona allveg ágætt og gæti allveg vanist vel. Líkist svolítið mörgu Europopp laginu sem skotið hefur upp kollinum í Eurovision liðin ár með fallega en heldur fáklædda söngkonu í farabroddi. Eins gefur lag og útsetning upp á mikið sjow og er kafli í laginu þar sem ekki er sungið en næstum eins og gert sé ráð fyrir góðu dansatriði þar á stóru og flottu sviði í Osló. Mér finnst eiginlega nokkuð gefið að þetta lag fari áfram og veðja á að með því fari annað hvort ballaðan You knocked up on my door eða The one.

Annað undanúrslitakvöld, 16. janúar 2010

Gefst ekki upp í flutningi Manna ársins eftir Harald V. Sveinbjörnsson og Sváfni Sigurðarson.
Hér er á ferðinni lag í rólegri kanntinum, svona hefðbundið útvarpslag. Mér finnst lagið hvorki fugl né fiskur, hvorki skemmtilegt né leiðinlegt. Ég hef voðalega litlar skoðanir á laginu og í því ljósi myndi ég alls ekki vilja að lagið kæmist áfram og færi til Oslóar þar sem þetta er dæmigert lag sem enginn ma eftir, enginn kýs og við komumst ekki áfram. 

Gleði og glens í flutningi Hvanndalsbræðra eftir Rögnvald gáfaða Rögnvaldsson
Hvanndalsbræður áttu mjög gott ári árið 2009, risu einhvernvegin upp úr því að vera hljómsveit margir vissu hver var en var aldrei sérlega vel í það að eiga eitt af mestu spiluðu lögum sumarsins. Hvanndalsbræður eru gleðibandi og lagið er í algjörlega í þeirra stíl. Ég dilla hausnum og brosi þegar ég heyri lagið. Lagið er nokkuð grípandi en ekki mjög júróvísjonlegt. Ég er þó nokkuð vissum að þeir komist áfram bara fyrir það að vera með skemmtilegt lag og vera Hvanndalsbræður. 

I belive in angels í flutningi Sigrúnar Völu eftir Halldór Guðjónsson
Þegar ég heyrði þetta lag fyrst í útvapinu hélt ég að þetta væri eitthvað gamalt lag sem ég hefði heyrt oft oft áður. Það getur verið mikill kostur í Eurovision! Lagið er lífleg ballaða og kunnuleg og ef flutningur er óaðfinnanlegur þá gæti þetta lag náð langt bæði heima og jafnvel í Eurovision fyrir það eitt að vera svona kunnulegt. Ég veit þó ekkert um Sigrúnu Völu og hlakka til að heyra hana flytja þetta á sviðinu. 

One more day í flutningi Jógvan Hansens eftir Óskar Pál Sveinsson og Bubba Morthens
Mér finnst alltaf að heyra í Jógvani og mér fannst hugmyndin að sigurhöfundurinn frá í fyrra fengi að eiga eitt lag af undanúrslitalögunum 15. Lagið er eitt af þessu mögru lögum sem mér fannst svo leiðinlegt þegar ég heyrði það fyrst að ég var næstum búin að slökkva á útvarpinu. Hins vegar hefur það unnið svolítið á og mér finnst það bara allveg fínasta lag núna. Þetta er poppuð ballaða og Jógvan mun án efa flytja hana vel. Ég spá því nú bara að þetta lag gæti átt góða möguleika að komast áfram, útsetning er góð, flutningur verður góður og lagið er bara fínt. 

Now and forever í flutningi Edgars Smára eftir Albert Guðmann Jónsson
Ja hérna enn ein ballaðan. Ætli hafi verið sendar inn 150 ballöður í keppnina? Mér virðist svona á heildina á þessu kvöldi þó að ballöðurnar séu öllu betri en voru síðasta kvöld. Þessi ballaða er allveg ágæt, mjög dæmigerð í fallegri útsetningu og Edgar Smári flytur oftast vel, þessi tegund laga hentar honum vel. Mér finnst þetta þó bara eitthvað hálf slappt í samanburði við hin lögin og ég veðja ekki á að þetta fari áfram.

Velkomin

Kæru lesendur,

Verið þið velkomin á þessa síðu. Hér mun birtast ýmiskonar umfjöllun um Söngvakeppni Sjónvarpsins, Eurovision og jafnvel undankeppni í öðrum löndum. Síðan er í þróun og við tökum við góðum ábendingum á netfangið eurovisioneurovision@gmail.com