Jóhanna Guðrún keppir í OGAE Second Chance-keppninni í ár!

Einn af stóru atburðunum á hverju ári sem aðdáendaklúbbar Eurovision standa fyrir er OGAE Second Change-keppnin. Þar geta aðdáendur valið sín uppáhaldslög úr undankeppnum heima fyrir sem fá að spreyta sig aftur í keppni sem venjulega fer fram eftir að Eurovision-keppninni er lokið í maí.

Við Íslendingar eigum sigurvegara í þessari keppni en Hera Björk landaði sigrinum árið 2009 fyrir lagið Someday sem hún flutti fyrir Danmörku.

Tvö skilyrði eru fyrir þátttöku í þessari keppni; að viðkomandi lag/flytjandi komi úr undankeppni heima fyrir (sé ekki handvalinn af ríkisfjölmiðlinum) og að land viðkomandi tilheyri ákveðnum aðdáendaklúbbi. Reyndar hefur fyrirkomulagið með OGAE Rest of the world séð til þess að þau lönd sem eiga ekki formlegan aðdáendaklúbb fá samt að keppa!

Í ár valdi OGAE Rest of the World sitt framlag í þessa Second Change-keppni sem fram fer í Svíþjóð í ár. Valið stóð á milli þriggja framlaga, frá Georgíu, Lettlandi og Íslandi!

Eins og flestir sem lesa þessa síðu hafa heyrt var óánægja með að Jóhanna Guðrún skyldi ekki vera valin í Eurovision í ár en hún fær heldur betur uppreist æru því að yfir 90% þeirra sem tóku þátt í valinu hjá OGAE Rest of the World kusu hana sem framlag sitt í Second Change-keppnina!

Í Svíþjóð keppir lag Jóhönnu við 18 önnur lög úr undankeppnum annarra landa sem aðdáendum finnst verðug þess að fá annað tækifæri!

Þeir sem kusu í könnun OGAE Rest of the World tilheyra þeim 150 þjóðum sem ekki geta tekið þátt í Eurovision-keppninni sökum landfræðilegrar stöðu auk 7-8 landa sem taka þátt í keppninni en eiga ekki OGAE aðdáendaklúbb, t.d. Íslands, Lettlands, Bosníu, Georgíu, San Marínó, Slóvakíu o.fl.

We are proud to announce that Yohanna Gudrun’s entry in Söngvakeppni Sjónvarpsins this year, Nótt, has been chosen to represent OGAE Rest of the World in the 2011 Second Change contest in Sweden later this year! There she will compete with 18 other entries from other national finals to win the title Winner of OGAE Second Change Contest 2011!

Nótt was chosen with over 90% votes from fans from the 150 countries who are included in OGAE Rest of the world but cannot compete in Eurovision along with the Eurovision countries that currently don’t have an OGAE club.

We are very happy to have another Icelandic contestant compeeting on the Eurovision field this year! Good luck Yohanna!


Ein athugasemd við “Jóhanna Guðrún keppir í OGAE Second Chance-keppninni í ár!

Færðu inn athugasemd